Enski boltinn

Ashley Cole dæmdur fyrir of hraðan akstur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ashley Cole fagnaði örugglega ekki mikið þegar að hann frétti af dómnum í dag.
Ashley Cole fagnaði örugglega ekki mikið þegar að hann frétti af dómnum í dag. Mynd/AFP
Ashley Cole, varnarmaður Chelsea og enska landsliðsins, var í dag dæmdur fyrir að aka á meira en tvöföldum hámarkshraða í nóvember síðastliðnum. Cole var tekinn á 167 kílómetra hraða á hinum svarta Lamborghini Gallardo sportbíl sínum í nágrenni London.

Hámarkshraðinn þar sem Ashley Cole var tekinn var 80 kílómetrar á klukkustund sem þýðir að enski landsliðsbakvörðurinn var 87 kílómetrum yfir löglegum hraða. Cole sagði lögreglumönnunum sem stoppuðu hann að hefði verið að flýja ágenga blaðaljósmyndara.

Ashley Cole mætti ekki í réttarsalinn en lögmenn hans reyndu að sanna það án árangurs að tækjabúnaður lögreglunnar hafi verið í ólagi. Ashley Cole fær ekki að vita refsingu sína fyrr en 29. janúar næstkomandi en nokkuð ljóst þykir að hann missi ökuréttindi sín í einhvern tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×