Innlent

Stefnir í sjósóknarmet

Það stefnir allt í met sjósókn hér við land í dag. Um sex leytið í morgun voru um 800 bátar og skip á sjó við landið og fór fjölgandi. Þetta er meira en tvöfalt meiri fjöldi en á meðal degi.

Meginástæða þessa er að á miðnætti hófst þriðja strandveiðitímabil sumarsins, en þá veiða strandveiðibátarnir úr sameiginlegum potti, þannig að lögmálið: Fyrstur kemur,- fyrstur fær, öðlast gildi.

Þá er gott sjóveður umhverfis allt landið þannig að smábátar róa frá öllum fjórum veiðisvæðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×