Innlent

Fyrrverandi Veðurstofustjóri vill bæjarstjórastól

Patreksfjörður.
Patreksfjörður. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
22 umsóknir bárust um starf bæjarstjóra Vesturbyggðar. Starfið var auglýst laust til umsóknar í síðasta mánuði og rann umsóknarfrestur út 27. júní. Aðeins tveir umsækjendanna eru búsettir á Vestfjörðum þar af einn í Vesturbyggð en það er Ragnar Jörundsson, núverandi bæjarstjóri bæjarfélagsins.

Þrír fyrrverandi bæjarstjórar sækja um stöðuna. Það eru þeir Ágúst Kr. Björnsson, Björn Ingimarsson og Ragnar Sær Ragnarsson. Þá er Magnús Jónsson fyrrverandi veðurstofustjóri meðal umsækjenda.

Magnús Jónsson.
Vesturbyggð er sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum. Til Vesturbyggðar teljast byggðakjarnarnir Birkimelur á Barðaströnd, Bíldudalur og Patreksfjörður og sveitirnar Barðaströnd, Breiðavík, Hænuvík, Ketildalir, Látrar, Rauðisandur og Suðurfirðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×