Lífið

Flott klæddar á frumsýningu

Mena Survari var í svörtum jakkafötum með hlébarðatösku til að setja punktinn yfir i-ið.
Mena Survari var í svörtum jakkafötum með hlébarðatösku til að setja punktinn yfir i-ið.
Vanalega er rauði dregillinn á frumsýningum í Hollywood samur við sig, mikið af stuttum kjólum og glamúrinn allsráðandi. Það var því ánægjulegt að sjá hversu margir smekklegir gestir mættu á frumsýningu nýjustu myndar Sofiu Coppola, Some­where. Það er kannski ekki við öðru að búast þegar hún er annars vegar enda er hún talin mikil tískufyrirmynd í Evrópu. Leikaralistinn er einnig áhugaverður en þar má meðal annarra sjá nöfn á borð við Erin Wasson, fyrirsætu og fatahönnuð.
Leikkonan Audrey Marnay var sumarleg í flöskugrænum kjól sem fór einstaklega vel við háralit hennar.
Chloé Sevigny er ávallt með puttana á púlsinum og það á einnig við hér.


Sofia Coppola var glæsileg að vanda í svörtum pallíettutoppi en hér stendur hún með aðalleikkonunni Elle Fannig sem var einnig flott með fléttu í dömulegum svörtum kjól. Nordicphotos/getty
Leikkonan Michelle Monaghan var glamúrleg í stuttum fjólubláum kjól og drapplitum skóm.
Fatahönnuðurinn, fyrirsætan og nú leikkonan Erin Wasson vakti verðskuldaða athygli klædd í þennan samfesting.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.