Ráðherra ósammála bæjarstjórn um HSS 4. febrúar 2010 06:00 Álfheiður Ingadóttir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir fullkomlega raunhæft að sveitarfélagið taki yfir rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og verkefnið snúist ekki um fjármál sveitarfélaga. Heilbrigðisráðherra er því ósammála. Vegna niðurskurðar hjá HSS vill bæjarstjórn Reykjanesbæjar viðræður við stjórnvöld og sveitarfélög á Suðurnesjum um aðkomu eða yfirtöku á rekstri stofnunarinnar. Bókun þessa efnis var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum í Reykjanesbæ á þriðjudagskvöld. „Þetta snýst um að gera samning við ríkið um að taka við þessu verkefni og treysta sér til að það fjármagn sem ríkið leggur til nýtist betur með okkur og starfsmönnum HSS en í gegnum ráðuneytið, tilskipanir þess og stöðugar breytingar á stefnu,“ segir Árni og tekur dæmi um misvísandi ákvarðanir þriggja heilbrigðisráðherra um rekstur skurðstofa á HSS. „Þetta verður að breytast og við treystum okkur til að halda úti stefnu fyrir stofnunina lengur en ríkið og ná fram hagræðingu með þeirri þekkingu sem hér er fyrir.“ Árni segir enga ástæðu til að halda að verkefnið sé stærra eða flóknara en þau verkefni sem sveitarfélagið sinnir nú þegar og nefnir rekstur grunnskólans sem dæmi. Hann segir það rétt að sveitarfélagið geti ekki tekið á sig fyrirætlaðan niðurskurð heldur sé hugsunin sú að fá það fjármagn sem ætlað var til HSS áður en niðurskurðarkrafan var sett fram. Það sé raunhæft í ljósi þess niðurskurðar sem HSS hefur þegar þurft að sæta. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segist almennt hlynnt því að sveitarfélögin sinni sem mestu af nærþjónustunni en hér sé ekki rætt um lögbundið verkefni sveitarfélaga. „Þess vegna hlýtur maður fyrst að spyrja hvernig sveitarfélagið er fjárhagslega í stakk búið til þess að sinna þessari þjónustu. Miðað við fréttir frá eftirlitsstofnun sveitarfélaga og ársreikninga sveitarfélagsins þá held ég að öllum megi vera það ljóst að Reykjanesbær er ekki fær um að taka við þessari þjónustu sem er rekin með tapi og dregur eftir sér milljóna halla, því miður.“ Álfheiður segir að ósk um fjárframlag umfram fjárlög ársins 2010 sé óraunhæf. „Ég sé ekki hvar heilbrigðisráðuneytið ætti að taka 150 milljónir utan fjárlaga til að afhenda Reykjanesbæ.“ Hún segir að stjórnun HSS sé í höndum stofnunarinnar og á hennar ábyrgð. „Hendur stofnunarinnar eru bundnar af einu og það eru fjárlög.“svavar@frettabladid.is árni sigfússon Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir fullkomlega raunhæft að sveitarfélagið taki yfir rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og verkefnið snúist ekki um fjármál sveitarfélaga. Heilbrigðisráðherra er því ósammála. Vegna niðurskurðar hjá HSS vill bæjarstjórn Reykjanesbæjar viðræður við stjórnvöld og sveitarfélög á Suðurnesjum um aðkomu eða yfirtöku á rekstri stofnunarinnar. Bókun þessa efnis var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum í Reykjanesbæ á þriðjudagskvöld. „Þetta snýst um að gera samning við ríkið um að taka við þessu verkefni og treysta sér til að það fjármagn sem ríkið leggur til nýtist betur með okkur og starfsmönnum HSS en í gegnum ráðuneytið, tilskipanir þess og stöðugar breytingar á stefnu,“ segir Árni og tekur dæmi um misvísandi ákvarðanir þriggja heilbrigðisráðherra um rekstur skurðstofa á HSS. „Þetta verður að breytast og við treystum okkur til að halda úti stefnu fyrir stofnunina lengur en ríkið og ná fram hagræðingu með þeirri þekkingu sem hér er fyrir.“ Árni segir enga ástæðu til að halda að verkefnið sé stærra eða flóknara en þau verkefni sem sveitarfélagið sinnir nú þegar og nefnir rekstur grunnskólans sem dæmi. Hann segir það rétt að sveitarfélagið geti ekki tekið á sig fyrirætlaðan niðurskurð heldur sé hugsunin sú að fá það fjármagn sem ætlað var til HSS áður en niðurskurðarkrafan var sett fram. Það sé raunhæft í ljósi þess niðurskurðar sem HSS hefur þegar þurft að sæta. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segist almennt hlynnt því að sveitarfélögin sinni sem mestu af nærþjónustunni en hér sé ekki rætt um lögbundið verkefni sveitarfélaga. „Þess vegna hlýtur maður fyrst að spyrja hvernig sveitarfélagið er fjárhagslega í stakk búið til þess að sinna þessari þjónustu. Miðað við fréttir frá eftirlitsstofnun sveitarfélaga og ársreikninga sveitarfélagsins þá held ég að öllum megi vera það ljóst að Reykjanesbær er ekki fær um að taka við þessari þjónustu sem er rekin með tapi og dregur eftir sér milljóna halla, því miður.“ Álfheiður segir að ósk um fjárframlag umfram fjárlög ársins 2010 sé óraunhæf. „Ég sé ekki hvar heilbrigðisráðuneytið ætti að taka 150 milljónir utan fjárlaga til að afhenda Reykjanesbæ.“ Hún segir að stjórnun HSS sé í höndum stofnunarinnar og á hennar ábyrgð. „Hendur stofnunarinnar eru bundnar af einu og það eru fjárlög.“svavar@frettabladid.is árni sigfússon
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira