Innlent

Dagur B.: Stjórnmálin eru á vegamótum

Dagur B. Eggertsson mætti á kjörstað ásamt fjölskyldu sinni.
Dagur B. Eggertsson mætti á kjörstað ásamt fjölskyldu sinni.

„Stjórnmálin almennt eru á vegamótum, það hefur fallið mikið á traustið og það verður geysimikið verkefni að endurvinna það," sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í viðtali við Þorgeir Ástvaldsson og Sólveigu Bergman á Bylgjunni fyrir utan Ráðhúsið í morgun.

Þá gripu þau Dag sem var að koma niður í ráðhús sem börnunum sínum. Samfylkingin hefur dalað mikið í könnunum og sýna að flokkurinn nær þremur mönnum inn og missa þar af leiðandi einn mann.

Bylgjan mun ferðast vítt og breitt i dag og ræða við stjórnmálamenn og kjósendur.

Spurður hvort hann sé uggandi yfir eigi pólitísku framtíð fari kosningarnar eins og kannanir benda til svaraði Dagur: „Nei, ég er ekki uggandi um mína pólitísku framtíð.

Dagur bætir svo við að baráttan hafi verið stórskemmtileg en hún hafi einnig verið erfið í ljósi vantrausts almennings á stjórnmálum.

„Þetta er búið að vera undarlegt, því er ekki að neita. Maður finnur að samfélagið er enn að gera upp marga hluti og það er margt sem hvílir þungt á fólki," segir Dagur.

Hann var svo að lokum hvort hann hafi dreymt eitthvað í nótt. Dagur svaraði þá: „Góð spurning, ég vaknaði í það minnsta ekki meðvitaður um það. En mér leið vel þegar ég vaknaði."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×