Sex doktorsvarnir við Háskóla Íslands á einni viku 16. júní 2010 10:51 Þessa viku verða einstök tímamót í sögu Háskóla Íslands, þegar samtals sex doktorsvarnir fara fram á sjö daga tímabili. Er það einsdæmi í starfsemi Háskólans en þess má geta að Háskóli Íslands er eini háskólinn hér á landi sem heimilt er að brautskrá doktora af öllum fræðasviðum sínum. Þessi sögulega vika hófst á doktorsvörn í Sagnfræði- og heimspekideild föstudaginn 11. júní, þegar Unnur Birna Karlsdóttir varði ritgerð sína Náttúrusýn og nýting fallvatna. Um viðhorf til náttúru og vatnsaflavirkjana á Íslandi 1900 – 2008. Ritgerðin er byggð á ítarlegri rannsókn á umræðu um náttúru og vatnsorku á Íslandi og setur íslenska náttúrusýn jafnframt í samhengi við þær stefnur og strauma í vestrænni náttúrusýn sem skipta máli til að skilja þessa sögu. Mánudaginn 14. júní fóru fram tvær doktorsvarnir og var sú fyrri við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild, er Yuliya Tarabalka verkfræðingur varði doktorsritgerð sína Classification of Hyperspectral Data Using Spectral/Spatial Approaches (Flokkun fjölrásagagna með aðferðum sem byggjast á róf- og rúmupplýsingum). Var doktorsnám Yuliyu sameiginlegt á milli Háskóla Íslands og INP Grenoble (INPG) háskólans í Grenoble, Frakklandi. Síðar þennan sama dag fór síðan fram doktorsvörn í stærðfræði frá Raunvísindadeild er Olivier Moschetta varði doktorsritgerð sína The non-linear Schrödinger equation: non-degeneracy and infinite-bump solutions (Ólinulega Schrödinger-jafnan: óúrkynjaðar lausnir með óendanlega marga tinda). Miðvikudaginn 16. júní mun fara fram doktorsvörn við Jarðvísindadeild, en þá ver Esther Ruth Guðmundsdóttir jarðfræðingur doktorsritgerð sína Tephra stratigraphy and land-sea correlations: A tephrochronological framework based on marine sediment cores off North Iceland (Gjóskulagaskipan á hafsbotninum við Norðurland og tenging við gjóskulög á landi). 16. júní fer sömuleiðis fram doktorsvörn við Raunvísindadeild HÍ þegar Sigurður Örn Stefánsson eðlisfræðingur ver doktorsritgerð sína Tvö líkön af slembitrjám ( Topics in random tree theory). Sjötta doktorsvörnin fer loks fram frá Líf- og umhverfisvísindadeild er Edda Sigurdís Oddsdóttir líffræðingur ver doktorsritgerð sína Distribution and identification of ectomycorrhizal and insect pathogenic fungi in Icelandic soil and their mediation of root-herbivore interactions in afforestation (Útbreiðsla og tegundagreining svepprótar- og skordýrasníkjusveppa í jarðvegi og áhrif þeirra á skordýrabeit á trjáplönturótum). Allar doktorsvarnir við Háskóla Íslands eru opnar almenningi og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Þessa viku verða einstök tímamót í sögu Háskóla Íslands, þegar samtals sex doktorsvarnir fara fram á sjö daga tímabili. Er það einsdæmi í starfsemi Háskólans en þess má geta að Háskóli Íslands er eini háskólinn hér á landi sem heimilt er að brautskrá doktora af öllum fræðasviðum sínum. Þessi sögulega vika hófst á doktorsvörn í Sagnfræði- og heimspekideild föstudaginn 11. júní, þegar Unnur Birna Karlsdóttir varði ritgerð sína Náttúrusýn og nýting fallvatna. Um viðhorf til náttúru og vatnsaflavirkjana á Íslandi 1900 – 2008. Ritgerðin er byggð á ítarlegri rannsókn á umræðu um náttúru og vatnsorku á Íslandi og setur íslenska náttúrusýn jafnframt í samhengi við þær stefnur og strauma í vestrænni náttúrusýn sem skipta máli til að skilja þessa sögu. Mánudaginn 14. júní fóru fram tvær doktorsvarnir og var sú fyrri við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild, er Yuliya Tarabalka verkfræðingur varði doktorsritgerð sína Classification of Hyperspectral Data Using Spectral/Spatial Approaches (Flokkun fjölrásagagna með aðferðum sem byggjast á róf- og rúmupplýsingum). Var doktorsnám Yuliyu sameiginlegt á milli Háskóla Íslands og INP Grenoble (INPG) háskólans í Grenoble, Frakklandi. Síðar þennan sama dag fór síðan fram doktorsvörn í stærðfræði frá Raunvísindadeild er Olivier Moschetta varði doktorsritgerð sína The non-linear Schrödinger equation: non-degeneracy and infinite-bump solutions (Ólinulega Schrödinger-jafnan: óúrkynjaðar lausnir með óendanlega marga tinda). Miðvikudaginn 16. júní mun fara fram doktorsvörn við Jarðvísindadeild, en þá ver Esther Ruth Guðmundsdóttir jarðfræðingur doktorsritgerð sína Tephra stratigraphy and land-sea correlations: A tephrochronological framework based on marine sediment cores off North Iceland (Gjóskulagaskipan á hafsbotninum við Norðurland og tenging við gjóskulög á landi). 16. júní fer sömuleiðis fram doktorsvörn við Raunvísindadeild HÍ þegar Sigurður Örn Stefánsson eðlisfræðingur ver doktorsritgerð sína Tvö líkön af slembitrjám ( Topics in random tree theory). Sjötta doktorsvörnin fer loks fram frá Líf- og umhverfisvísindadeild er Edda Sigurdís Oddsdóttir líffræðingur ver doktorsritgerð sína Distribution and identification of ectomycorrhizal and insect pathogenic fungi in Icelandic soil and their mediation of root-herbivore interactions in afforestation (Útbreiðsla og tegundagreining svepprótar- og skordýrasníkjusveppa í jarðvegi og áhrif þeirra á skordýrabeit á trjáplönturótum). Allar doktorsvarnir við Háskóla Íslands eru opnar almenningi og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira