Lífið

Potts og Rybak vilja endurtaka leikinn að ári

Vel fór á með þeim Paul Potts og Björgvini Halldórssyni eftir sýninguna en Potts vill ólmur koma aftur til Íslands.
Vel fór á með þeim Paul Potts og Björgvini Halldórssyni eftir sýninguna en Potts vill ólmur koma aftur til Íslands.
Björgvin Halldórsson bauð upp á sannkallaða jólaveislu þegar hann tók á móti gestum sínum á glæsilegu sviði Laugardalshallarinnar um helgina. Erlendu gestirnir voru himinlifandi og sögðu tónleikana hafa verið á heimsmælikvarða.

Björgvin Halldórsson fór að venju á kostum í Laugardalshöllinni um helgina. Alls lögðu 12 þúsund gestir leið sína í Höllina og horfðu á hvern listamanninn á fætur öðrum troða upp en alls komu 237 manns fram á tónleikunum; karlakór, hljóðfæraleikarar, söngvarar og barnakór. Örn Árnason sá um að kynna atriðin en umfangið var svo mikið að sérstakur leikstjóri var ráðinn til að hafa yfirumsjón með verkinu og fórst Gunnari Helgasyni það vel úr hendi.

Ísleifur B. Þórhallsson, skipuleggjandi tónleikanna, segir að allir erlendu gestirnir hafi verið himinlifandi og að óperu­söngvarinn Paul Potts og Eurovision-stjarnan Alexander Rybak hafi báðir beðið um að fá að koma aftur til Íslands. „Þeir sögðust ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu stórir í sniðum tónleikarnir væru og tónlistar­stjóri Paul Potts sagði þetta hafa verið í heimsklassa,“ segir Ísleifur en íslenski hlutinn heldur nú til Akureyrar og verður þar með jólatónleika í höllinni fyrir norðan.

freyrgigja@frettabladid.is
Björgvin og Alexander Rybak ræddu saman eftir sýninguna en norska Euro­vision-stjarnan kolféll fyrir landi og þjóð.
Þau Summer Watson og Paul Potts voru bæði ánægð með dvölina sína hér á landi en Watson ferðaðist töluvert á meðan hún dvaldi hér á landi.


Björgvin, Jóhanna Guðrún, Paul Potts og Alexander Rybak ásamt góðum gestum sem fóru á kostum á jólatónleikunum.
Hópurinn sem kom fram á jólagestum Björgvins var ótrúlega fjölbreyttur í ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.