Innlent

Umferð á þjóðvegunum snarminnkar

Vegagerðin reiknar með að umferðin í ár verði minni en árið 2006.
Vegagerðin reiknar með að umferðin í ár verði minni en árið 2006.
Umferð á þjóðvegum landsins hefur verið mun minni í ár en í fyrra. Eftirlit á sextán völdum talningarstöðum víðs vegar um landið leiddi í ljós tæplega níu prósenta minni umferð en í sama mánuði í fyrra. Miðað við fyrri árshelming er munurinn 4,6 prósent á landsvísu.

Umferð minnkar á öllum talningarstöðunum og hefur það ekki gerst áður á þessum árstíma, en Vegagerðin reiknar með að umferðin í ár verði jafnvel minni en árið 2006.

Þetta er mesti samdráttur í umferð milli ára fyrir sex fyrstu mánuði ársins síðan mælingar hófust árið 2005 og einnig í fyrsta sinn sem umferð minnkar í öllum landshlutum.

Samdrátturinn á Suðurlandi er sérstaklega mikill, en þar er um að ræða 17,5 prósenta minni umferð á milli ára. Minnst minnkar umferðin á Norðurlandi, eða um hálft prósent. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi hjá Vegagerðinni, segir ekki gott að sjá í fljótu bragði hvað veldur þessum mikla samdrætti á Suðurlandinu sérstaklega.

„Það er ekki ólíklegt að gosið í Eyjafjallajökli spili eitthvað inn í,“ segir hann. „Hátt bensínverð hefur líka áhrif og sennilega þessi almenni samdráttur í samfélaginu.“ - sv



Fleiri fréttir

Sjá meira


×