Lífið

Batman þrjú verður í tvívídd

Nolan hefur tekist að sannfæra Warner Bros. um að gera næstu Batman-mynd í tvívídd.
Nolan hefur tekist að sannfæra Warner Bros. um að gera næstu Batman-mynd í tvívídd.

Leikstjóranum Christopher Nolan hefur tekist hið ómögulega. Hann hefur sannfært yfirmenn Warner Bros. um að gera þriðju myndina um Bruce Wayne og Leðurblökumanninn í tvívídd. Þetta þykir nokkuð merkilegt þar sem allar stóru hasarmyndirnar í draumaverksmiðjunni eru gerðar í þrívídd um þessar mundir. Þetta kemur fram í Los Angeles Times. Myndin, sem hefur verið gefið nafnið The Dark Knight Rises, verður sumarsmellur ársins 2012 en hinar tvær Batman-myndir Nolans slógu rækilega í gegn, Dark Knight er til að mynda í ellefta sæti á lista imdb.com yfir 250 bestu myndir sögunnar.

Nolan upplýsti einnig í Los Angeles Times að Gátumeistarinn eða The Riddler yrði ekki höfuðóvinur Bruce Wayne í þriðju myndinni. En miklar vangaveltur hafa verið uppi um við hvern hann fær að glíma. Hann hefur nú þegar komið Jókernum fyrir kattarnef en eins og blaðamenn Empire Online benda á; þá er enginn algjörlega farinn yfir móðuna miklu þegar kemur að myndasögumyndum. „Við munum nota mikið af sömu persónunum eins og við höfum alltaf gert og munum kynna til leiks nýjar eins og alltaf,“ var það eina sem Nolan var reiðubúinn að segja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.