Mál Baldurs og Exeter meðal þeirra sem lengst eru komin Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. júní 2010 18:45 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. MYND/Anton Brink Enn hafa engar ákærur verið birtar í rannsóknum á vegum sérstaks saksóknara og embættið hefur ekki lokið neinum rannsóknum með tilkynningum til sakborninga. Einn sakborningur segir óþolandi að hafa málið hangandi yfir sér og geta ekki skipulagt framtíðina. Rannsóknir á nokkrum málum hjá embætti sérstaks saksóknara eru nú mjög langt komnar. Tvö mál sem eru mjög langt komin, samkvæmt heimildum fréttastofu, eru meint innherjasvik Baldurs Guðlaugssonar fyrrverandi ráðuneytisstjóra og rannsókn á meintum umboðssvikum stjórnenda og stjórnarmanna hjá Byr sparisjóði vegna 1,1 milljarðs króna lánveitingar til félagsins Exeter Holding. Lánið var nýtt til að kaupa stofnfjárbréf í Byr af MP banka og Birgi Ómari Haraldssyni og Jóni Þorsteini Jónssyni þáverandi stjórnarmönnum í sparisjóðnum. Þónokkrir hafa nú stöðu grunaðra í málinu. Markmið rannsóknar er að afla allra nauðsynlegra gagna til þess að ákæranda sé fært að ákveða að henni lokinni hvort sækja skuli mann til sakar. Ef rannsókn gegn sakborningi hefur verið hætt skal lögregla tilkynna honum það og á hann rétt á að fá það staðfest skriflega, samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Engar ákærur hafa verið birtar hjá embætti sérstaks saksóknara og engri rannsókn hefur verið lokið með tilkynningu til sakbornings. Einn sakborninga í rannsókn á láni til Exeter Holding sagði í samtali við fréttastofu að það væri "óþolandi að hafa þetta mál hangandi yfir sér," eins og hann orðaði það. Hann sagðist engar fréttir hafa fengið, nema í gegnum fjölmiðla. Þetta mál gerði það að verkum að hann hefði sett allar framtíðaráætlanir sínar á bið. Ein af meginreglum opinbers réttarfars er málshraðareglan og setur hún svip sinn á mörg ákvæði laga um meðferð sakamála, en hér má nefna að í lögunum kemur fram að rannsakendum beri að hraða rannsóknum eins og kostur er. Hins vegar ber rannsakendum einnig að vinna að því á öllum stigum rannsóknar að hið sanna og rétta komi í ljós. Oft krefst sú regla þess að vandað sé til verka og því dregst rannsókn mála óumflýjanlega á langinn í ákveðnum tilviukm. Og í raun og veru þarf meðferð mála á rannsóknarstigi að fara fram í jafnvægi þessara tveggja reglna. Þær upplýsingar fengust hjá embætti sérstaks saksóknara í febrúar síðastliðnum að rannsóknum í þeim málum sem væru komin lengst yrði líklega lokið fyrir vetrarlok. Í lok maí var síðan greint frá því að einhverjar vikur yrðu í að fyrstu rannsóknum yrði lokið. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Enn hafa engar ákærur verið birtar í rannsóknum á vegum sérstaks saksóknara og embættið hefur ekki lokið neinum rannsóknum með tilkynningum til sakborninga. Einn sakborningur segir óþolandi að hafa málið hangandi yfir sér og geta ekki skipulagt framtíðina. Rannsóknir á nokkrum málum hjá embætti sérstaks saksóknara eru nú mjög langt komnar. Tvö mál sem eru mjög langt komin, samkvæmt heimildum fréttastofu, eru meint innherjasvik Baldurs Guðlaugssonar fyrrverandi ráðuneytisstjóra og rannsókn á meintum umboðssvikum stjórnenda og stjórnarmanna hjá Byr sparisjóði vegna 1,1 milljarðs króna lánveitingar til félagsins Exeter Holding. Lánið var nýtt til að kaupa stofnfjárbréf í Byr af MP banka og Birgi Ómari Haraldssyni og Jóni Þorsteini Jónssyni þáverandi stjórnarmönnum í sparisjóðnum. Þónokkrir hafa nú stöðu grunaðra í málinu. Markmið rannsóknar er að afla allra nauðsynlegra gagna til þess að ákæranda sé fært að ákveða að henni lokinni hvort sækja skuli mann til sakar. Ef rannsókn gegn sakborningi hefur verið hætt skal lögregla tilkynna honum það og á hann rétt á að fá það staðfest skriflega, samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Engar ákærur hafa verið birtar hjá embætti sérstaks saksóknara og engri rannsókn hefur verið lokið með tilkynningu til sakbornings. Einn sakborninga í rannsókn á láni til Exeter Holding sagði í samtali við fréttastofu að það væri "óþolandi að hafa þetta mál hangandi yfir sér," eins og hann orðaði það. Hann sagðist engar fréttir hafa fengið, nema í gegnum fjölmiðla. Þetta mál gerði það að verkum að hann hefði sett allar framtíðaráætlanir sínar á bið. Ein af meginreglum opinbers réttarfars er málshraðareglan og setur hún svip sinn á mörg ákvæði laga um meðferð sakamála, en hér má nefna að í lögunum kemur fram að rannsakendum beri að hraða rannsóknum eins og kostur er. Hins vegar ber rannsakendum einnig að vinna að því á öllum stigum rannsóknar að hið sanna og rétta komi í ljós. Oft krefst sú regla þess að vandað sé til verka og því dregst rannsókn mála óumflýjanlega á langinn í ákveðnum tilviukm. Og í raun og veru þarf meðferð mála á rannsóknarstigi að fara fram í jafnvægi þessara tveggja reglna. Þær upplýsingar fengust hjá embætti sérstaks saksóknara í febrúar síðastliðnum að rannsóknum í þeim málum sem væru komin lengst yrði líklega lokið fyrir vetrarlok. Í lok maí var síðan greint frá því að einhverjar vikur yrðu í að fyrstu rannsóknum yrði lokið.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira