Erlent

Ísraelar sakaðir um að rústa íbúðarhúsum að nauðsynjalausu

Ísraelskir skriðdrekar á Gaza.
Ísraelskir skriðdrekar á Gaza.

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að Ísraelar hafi hafi viljandi eyðilagt íbúðarhús Palestínumanna á meðan á herleiðangri þeirra á Gaza svæðinu stóð árin 2008 og 2009.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá samtökunum sem fullyrða að Ísraelsher hafi gerst brotlegur við Genfarsáttmálann með aðgerðum sínum sem leggur blátt bann við eyðileggingu bygginga sem hafi enga hernaðarlega þýðingu.

Samvkæmt skýrslunni voru að minnsta kosti tólf íbúðarhús lögð í rúst án þess að bardagar hafi verið í gangi á viðkomandi svæðum þá stundina.

Ísraelsher hefur hafnað fullyrðingunum og segir að rannsókn hafi þegar farið fram á tilfellunum sem nefnd eru í skýrslunni. Í átökunum eyðilögðu Ísraelsmenn 11 verksmiðjur, 8 vöruhús og 170 íbúðarhús og telja samtökin að tæplega þúsund manns hafi misst heimili sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×