Lífið

Jay-Z semur við Rihönnu

Rihanna hefur nóg að gera, var að stofna fyrirtæki og semja við umboðsfyrirtæki Jay-Z.
Rihanna hefur nóg að gera, var að stofna fyrirtæki og semja við umboðsfyrirtæki Jay-Z.
Söngfuglinn Rihanna hefur skrifað undir hjá umboðsfyrirtæki Jay-Z, Roc Nation. Hún er stærsta stjarna fyrirtækisins og markar skrefið endalok samstarfs hennar og umboðsmannsins Marcs Jacobs, sem hefur séð um feril hennar og frama síðustu ár.

„Ég er mjög spennt fyrir samningnum,“ sagði Rihanna um málið. Hún og Jay-Z hafa starfað mikið saman í gegnum tíðina, en hann kom meðal annars fram í lögum hennar Umbrella og Run This Town. Þá samdi hún við útgáfufyrirtækið Def Jam árið 2005 þegar hann var forstjóri fyrirtækisins.

Rihanna hefur einnig stofnað fyrirtækið Rihanna Entertainment, en það ætti enginn að velkjast í vafa um hver er þar við völd. Fyrirtækið sér um hinar viðskiptalegu hliðar tónlistar-, kvikmynda-, snyrtivöru-, tísku- og bókaferils hennar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.