Innlent

Erlend seglskskúta strandaði við Höfn í Hornafirði í nótt

Erlend seglskúta með nokkra menn um borð, strandaði í innsiglingunni til Hafnar í Hornafirði í nótt, en var bjargað á flot og að bryggju.

Skipstjórinn hafði afþakkað aðstoð hafnsögumanns, en þegar hann átti skammt ófarið að bryggju, hreyf straumur skútuna og bar hana upp á sandrif.

Innsiglingin til Hafnar getur verið varasöm fyrir ókunnuga, vegna strauma og grynninga. Þó nokkuð margar erlendar skútur eru hér við land um þessar mundir, líklega fleiri en á sama tíma undanfarin ár, að mati vaktstöðvar siglinga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×