Innlent

Hending réði því að fyrrverandi kærasta lifði af

Valur Grettisson skrifar
Árásin átti sér stað í Hveragerði.
Árásin átti sér stað í Hveragerði.

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á fertugsaldri sem réðst inn á heimili fyrrverandi unnustu sinnar í Hveragerði um helgina.

Maðurinn er grunaður um að hafa veitt henni alvarlega höfuðáverka með hnúajárni en lögreglan lýsir því að herbergið sem konan var í þegar lögreglan mætti á vettvang, hafi verið alblóðugt.

Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands segir að það sé ljóst af ummerkjum á vettvangi að um hrottafengna árás hafi verið að ræða. Þá hafi hending ein ráðið því að ekki hlaust mannsbani af árásinni.

Maðurinn var handtekinn við Rauðavatn eftir árásina. Þá var hann í blóðugri peysu.

Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til 5. október en brotið sem hann er sakaður um getur varðað allt að 16 ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×