Innlent

Ingvar og Margrét bestu leikararnir

Ingvar E. Sigurðsson.
Ingvar E. Sigurðsson.

Ingvar E. Sigurðsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir hlutu Grímuna í ár fyrir leik í aðalhlutverki.

Ingvar fékk tvær tilnefningar, önnur fyrir Djúpið en hann sigraði fyrir hlutverk sitt í Íslandsklukkunni þar sem hann túlkaði Jón Hreggviðsson.

Margrét Helga fékk verðlaunin fyrir Fjölskylduna sem var sýnt í Borgarleikhúsinu.

Fyrr í kvöld var Árni Tryggvason heiðraður sérstaklega og fékk heiðursverðlaun Grímunnar.

Hátíðin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×