Innlent

Nakinn maður á Suðurlandsvegi

Mynd/Pjetur
Lögreglumenn á Selfossi hafa verið á miklum þeytingi milli staða og sinnt margvíslegum verkefnum um helgina. Um kvöldmatarleytið í gær barst lögreglu tilkynning um að nakinn maður væri að húkka sér far á Suðurlandsvegi við Selfoss. Þegar lögreglumenn komu á staðinn var engan nakinn mann að sjá. Annað hvort hefur verið um gabb að ræða eða einhverjum vegfaranda litist vel á manninn og tekið hann upp, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×