Óttar á leið til Kína 21. október 2010 07:30 Baltasar vinnufíkill Óttar Guðnason segir Baltasar vera algjöran vinnufíkil á tökustað en hann sé góður verkstjóri og nái því besta úr sínu fólki.Fréttablaðið/Valli Óttar Guðnason kvikmyndatökumaður segir að vinnan við Inhale hafi verið stíf enda myndin gerð á aðeins 29 dögum. Hann segir jafnframt sig langa til að gera mynd á íslensku. Óttar Guðnason hefur verið á faraldsfæti undanfarin ár, unnið við tökur á kvikmyndum og auglýsingum. Nýjasta kvikmynd hans, Inhale í leikstjórn Baltasars Kormáks, verður frumsýnd á föstudaginn en Óttar segir tökurnar hafa bæði verið skemmtilegar og erfiðar. „Það var náttúrulega heitt og mesta áskorunin fólst í því að breyta þessum bæ, Las Vegas í Nýju Mexíkó, í Mexíkó,“ útskýrir Óttar en að gefnu tilefni skal tekið fram að umræddur bær á ekkert skylt við syndaborgina í Nevada og að bærinn var einnig sögusviðið fyrir Coen-myndina No Country for Old Men. „Það var sett ryk yfir allar göturnar, mold og ljósamöstur og þetta gekk allt mjög vel.“ Að sögn Óttars var dagskráin mjög þéttskipuð enda stóðu tökurnar yfir í aðeins 29 daga, sem þykir frekar lítið. Óttar hefur áður unnið með Baltasar Kormáki, það var við A Little Trip to Heaven. Hann segir leikstjórann vera vinnufíkil á tökustað, hann sé alltaf að, nánast allan sólarhringinn. „Mér sjálfum fannst frábært hversu miklu Baltasar náði út úr aðalleikaranum, Dermot Mulroney. Þetta hlutverk var svolítið nýtt fyrir Mulroney, hann er í mynd nánast allan tímann og hann var algjörlega búinn á því undir lokin. Balti vinnur alltaf eins, og hjólar í fólk ef hann er ekki sáttur, alveg sama hvað það heitir. Hann barðist með kjafti og klóm fyrir öllu í myndinni og það var virkilega gaman að upplifa þetta með honum.“ Svo skemmtilega vildi til að Óttari og Dermot varð vel til vina og þegar leikarinn fékk tækifæri til að leikstýra sinni fyrstu mynd fékk hann Óttar sem tökumann. Myndin heitir Love, Wedding, Marriage og skartar Mandy Moore, Kellan Lutz og Jane Seymour í aðalhlutverkum. Óttar staldrar ekki lengi við á Íslandi því hann heldur eftir tíu daga til Kína að taka upp ævintýramyndina Mulan undir stjórn hollenska leikstjórans Jan de Bont. De Bont er hvað þekktastur fyrir stórmyndina Speed en Óttar og hann hugðust gera saman Stopping Power, hasarmynd í Berlín, sem hætt var við. „Þetta er taka tvö hjá okkur. Ég er akkúrat á leiðinni niður í kínverska sendiráðið til að ná í pappíra. Myndin er stór, það verða nokkur hundruð manns við störf á henni, tvær leikmyndir byggðar og mér skilst að þeir ætli að reisa líkan af Kínamúrnum. Þetta verður bara virkilega spennandi, mikið af stórum hesta- og bardagasenum.“ Þrátt fyrir allt heimshornaflakkið hefur Óttar hins vegar aldrei gert kvikmynd á íslensku en hann segist gjarnan vilja það. „Ég auglýsi hér með bara eftir áhugasömum.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira
Óttar Guðnason kvikmyndatökumaður segir að vinnan við Inhale hafi verið stíf enda myndin gerð á aðeins 29 dögum. Hann segir jafnframt sig langa til að gera mynd á íslensku. Óttar Guðnason hefur verið á faraldsfæti undanfarin ár, unnið við tökur á kvikmyndum og auglýsingum. Nýjasta kvikmynd hans, Inhale í leikstjórn Baltasars Kormáks, verður frumsýnd á föstudaginn en Óttar segir tökurnar hafa bæði verið skemmtilegar og erfiðar. „Það var náttúrulega heitt og mesta áskorunin fólst í því að breyta þessum bæ, Las Vegas í Nýju Mexíkó, í Mexíkó,“ útskýrir Óttar en að gefnu tilefni skal tekið fram að umræddur bær á ekkert skylt við syndaborgina í Nevada og að bærinn var einnig sögusviðið fyrir Coen-myndina No Country for Old Men. „Það var sett ryk yfir allar göturnar, mold og ljósamöstur og þetta gekk allt mjög vel.“ Að sögn Óttars var dagskráin mjög þéttskipuð enda stóðu tökurnar yfir í aðeins 29 daga, sem þykir frekar lítið. Óttar hefur áður unnið með Baltasar Kormáki, það var við A Little Trip to Heaven. Hann segir leikstjórann vera vinnufíkil á tökustað, hann sé alltaf að, nánast allan sólarhringinn. „Mér sjálfum fannst frábært hversu miklu Baltasar náði út úr aðalleikaranum, Dermot Mulroney. Þetta hlutverk var svolítið nýtt fyrir Mulroney, hann er í mynd nánast allan tímann og hann var algjörlega búinn á því undir lokin. Balti vinnur alltaf eins, og hjólar í fólk ef hann er ekki sáttur, alveg sama hvað það heitir. Hann barðist með kjafti og klóm fyrir öllu í myndinni og það var virkilega gaman að upplifa þetta með honum.“ Svo skemmtilega vildi til að Óttari og Dermot varð vel til vina og þegar leikarinn fékk tækifæri til að leikstýra sinni fyrstu mynd fékk hann Óttar sem tökumann. Myndin heitir Love, Wedding, Marriage og skartar Mandy Moore, Kellan Lutz og Jane Seymour í aðalhlutverkum. Óttar staldrar ekki lengi við á Íslandi því hann heldur eftir tíu daga til Kína að taka upp ævintýramyndina Mulan undir stjórn hollenska leikstjórans Jan de Bont. De Bont er hvað þekktastur fyrir stórmyndina Speed en Óttar og hann hugðust gera saman Stopping Power, hasarmynd í Berlín, sem hætt var við. „Þetta er taka tvö hjá okkur. Ég er akkúrat á leiðinni niður í kínverska sendiráðið til að ná í pappíra. Myndin er stór, það verða nokkur hundruð manns við störf á henni, tvær leikmyndir byggðar og mér skilst að þeir ætli að reisa líkan af Kínamúrnum. Þetta verður bara virkilega spennandi, mikið af stórum hesta- og bardagasenum.“ Þrátt fyrir allt heimshornaflakkið hefur Óttar hins vegar aldrei gert kvikmynd á íslensku en hann segist gjarnan vilja það. „Ég auglýsi hér með bara eftir áhugasömum.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira