Innlent

Blæddi inn á heila átta drengs - leitað að vitnum að slysinu

Það blæddi inn á heila átta ára drengs, sem varð fyrir bíl við Mjóddina í gær, að sögn föður hans.

Hann var ekki með hjálm þegar slysið varð, en áður en drengurinn lagði af stað að heiman á hjólinu setti Hólmar Eðvaldsson, faðir hans, hjálm kyrfilega á hann. Hjálmurinn hefði getað komið í veg fyrir heilablæðinguna.

Hólmar auglýsir eftir vitnum að slysinu því hann veit ekki hver aðdragandinn var áður en sonur hans fór út á götuna. Drengur sást hlaupa frá slysstaðnum.

Hólmar leitar skýringa hvers vegna sonur sinn fór út á götuna, með hverjum hann var og hvað varð um öryggishjálminn.

Vísir sagði frá því í dag að drengurinn sé kominn úr öndunarvél. Hann er aumur og líðan eftir atvikum en hann beinbrotnaði ekki í slysinu. Hann er á gjörgæslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×