Lífið

Blanchett í Hobbitann

Blanchett endurtekur hlutverk sitt sem Galadriel í Hobbitanum.
Blanchett endurtekur hlutverk sitt sem Galadriel í Hobbitanum.
Óskarsverðlaunaleikkonan Cate Blanchett mun endurtaka hlutverk sitt úr The Lord of the Rings sem álfakonan Galadriel í Hobbitamyndunum tveimur sem eru í bígerð. Leikstjórinn Peter Jackson er hæstánægður með liðsstyrkinn og segir Blanchett vera í miklu uppáhaldi hjá sér. Hann leikstýrði þríleiknum Lord of the Rings og mun halda því áfram í Hobbitanum sem fjallar um atburði sem áttu sér stað á undan Hringadróttinssögu.

„Cate er einn af uppáhalds leikurunum mínum og ég gæti ekki verið ánægðari með sjá hana endurtaka hlutverkið sem hún innti svo fallega af hendi í fyrri myndunum,“ sagði Jackson. Blanchett hlaut Óskarsverðaunin 2004 fyrir hlutverk sitt í The Aviator. Martin Freeman úr þáttunum The Office leikur Bilbo Baggins í Hobbitanum og á meðal annarra leikara verða Ken Stott og Sylvester McCoy.

Tökur á myndunum hefjast á Nýja-Sjálandi í febrúar. Fyrri myndin er væntanleg í kvikmyndahús árið 2012 og sú síðari árið eftir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.