Innlent

Ríflega 1200 hafa kosið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ

Reykjanesbær.
Reykjanesbær. Mynd/GVA
Rúmlega 1200 manns höfðu kosið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ skömmu eftir klukkan fjögur í dag, að sögn Þórólfs Halldórssonar formanns kjörnefndar. Þar af 125 manns utan kjörfundar.

Síðast var prófkjör flokksins fyrir sveitastjórnarkosningar haldið í Reykjanesbæ fyrir tólf árum síðan og því ekki hægt að fá sambærilegar tölur. Þórólfur segir kjörsókn nokkuð góða og framkvæmd prófkjörsins hafi gengið mjög vel.

Fjórtán einstaklingar gefa kost á sér í prófkjörinu. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, sækist einn eftir fyrsta sætinu. Slagurinn um annað sætið stendur milli Böðvars Jónssonar og Gunnars Þórarinssonar.

Fyrstu tölur eru væntanlegar um klukkan hálf sjö. Samfagnaður frambjóðenda verður haldinn á Kaffi Duus en þar verður lokaniðurstaða prófkjörsins tilkynnt eftir klukkan tíu í kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×