Fótbolti

Lahm: Vítaspyrnur myndu henta okkur vel

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Lahm skellti sér í safarí.
Lahm skellti sér í safarí. AFP
Phillipp Lahm, fyrirliði Þjóðverja, segir að það myndi henta liðinu vel að fara í vítaspyrnukeppni gegn Englandi. Báðar þjóðir gera mikið úr vítaspyrnukeppnum í dag en þjóðirnar mætast í 16-liða úrslitunum á HM. Þýskaland vann frægan sigur á Englendingum á HM 1990 og á EM 1996 eftir vítaspyrnukeppnir. Englendingar hafa dottið út úr tveimur síðustu HM eftir vítaspyrnukeppnir. Á meðan hafa Þjóðverjar skorað úr síðustu tólf vítaspyrnum sínum. "Kannski fer þetta í vítaspyrnukeppni, það myndi henta okkur. Við erum sterkir andlega og verðum tilbúnir. Við æfum stundum víti en ekki allir leikmenn. Ég vona að Englendingar verði ekki sjálfsöruggir eins og við," sagði Lahm. "Það er mikil saga á milli þjóðanna og þetta eru alltaf stórleikir, áhugaverðir leikir. Við verðum klárir í slaginn."

Tengdar fréttir

Capello búinn að velja vítaskytturnar

Samkvæmt enska götublaðinu The Mirror er Fabio Capello þegar búinn að ákveða hverjir munu taka víti fyrir enska landsliðið komi til þess að það þurfi að fara í vítaspyrnukeppni á HM í Suður-Afríku.

James skilur ekki mikilvægi Þjóðverjaleiksins

Flestir knattspyrnuáhugamenn bíða afar spenntir eftir leik Englands og Þýskalands í sextán liða úrslitum HM enda eru leikir þessara þjóða ávallt sérstaklega áhugaverðir. Í hugum stuðningsmanna þessara landa verða leikirnir ekki stærri en England gegn Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×