Fótbolti

James skilur ekki mikilvægi Þjóðverjaleiksins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
James fær hér klapp á bakið frá David Beckham.
James fær hér klapp á bakið frá David Beckham.

Flestir knattspyrnuáhugamenn bíða afar spenntir eftir leik Englands og Þýskalands í sextán liða úrslitum HM enda eru leikir þessara þjóða ávallt sérstaklega áhugaverðir. Í hugum stuðningsmanna þessara landa verða leikirnir ekki stærri en England gegn Þýskalandi.

David James, markvörður Englands, sér þó ekkert sérstakt við leikinn sem hann segir vera eins og hvern annan leik.

"Þetta er bara annar fótboltaleikur. Fyrir okkur er þetta bara leikur á móti fínu liði og hann þurfum við að vinna," sagði James en ummælin hafa vakið mikla athygli og mikilvægi leiksins í hugum beggja þjóða hefur eitthvað skautað fram hjá markverðinum.

James segir liðið ekkert vera að velta sér upp úr því að hafa lent í öðru sæti riðilsins.

"Við getum ekki breytt því sem hefur gerst. Tim Howard bjargaði Bandaríkjamönnum gegn okkur og Alsír hefur sannað að það er gott lið. Við kláruðum samt okkar dæmi og komumst áfram. Það skiptir máli."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×