Fleygðu manni fram af svölum í Vogum 25. febrúar 2010 05:30 Svalir. Eftir að manninum hafði verið fleygt rænulitlum fram af svölunum tóku tveir mannanna til við að berja hann þar sem hann lá á gangstéttinni fyrir utan húsið. Myndin er úr safni.Fréttablaðið/stefán Fimm menn á aldrinum 20 til 22 ára hafa verið ákærðir fyrir hrottalega árás á rúmlega þrítugan mann í Vogum á Vatnsleysuströnd fyrir ári. Samkvæmt ákærunni réðust fjórir mannanna á fórnarlambið, slógu hann ítrekað í höfuðið og víðs vegar um líkamann með hnefum og borðfótum úr stáli. Sá fimmti barði manninn í kviðinn á meðan. Einn þeirra settist í kjölfarið ofan á manninn, sló hann ítrekað og tók hann kverkataki þannig að maðurinn var að lokum við það að missa meðvitund. Að því loknu var manninum kastað niður af fjögurra metra háum svölum og lenti á hellulagðri gangstétt fyrir utan. Þá réðust tveir mannanna að honum þar sem hann lá meðvitundarlítill á götunni og spörkuðu ítrekað í hann. Fórnarlambið hlaut nefbrot, opið sár á höfði, samfallsbrot á lendarlið, brotnar tennur og aðra áverka víðs vegar um líkamann. Þrír mannanna tóku afstöðu til sakarefnisins við þingfestinguna í gær. Þeir játuðu barsmíðarnar að einhverju marki, en neituðu að hafa beitt borðfótum. Þeir, sem gefið er að sök að hafa tekið manninn kverkataki og kastað honum fram af svölunum, neituðu því staðfastlega. Hinir tóku sér frest til að fara yfir málið með verjendum. Allir mennirnir búa í Vogum og höfðu einhverjir þeirra, þegar árásin varð, átt í illdeilum við fórnarlambið um nokkurt skeið, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hafði hann að þeirra sögn tekið bíl eins þeirra ófrjálsri hendi, auk þess sem kvennamál höfðu valdið sundurlyndi. Einn árásarmannanna fullyrðir að fórnarlambið hafi reynt að kýla sig í samkvæmi fyrr um kvöldið en ekkert liggur því til sönnunar. Enginn mannanna á mikla afbrotasögu að baki. stigur@frettabladid.is Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Fimm menn á aldrinum 20 til 22 ára hafa verið ákærðir fyrir hrottalega árás á rúmlega þrítugan mann í Vogum á Vatnsleysuströnd fyrir ári. Samkvæmt ákærunni réðust fjórir mannanna á fórnarlambið, slógu hann ítrekað í höfuðið og víðs vegar um líkamann með hnefum og borðfótum úr stáli. Sá fimmti barði manninn í kviðinn á meðan. Einn þeirra settist í kjölfarið ofan á manninn, sló hann ítrekað og tók hann kverkataki þannig að maðurinn var að lokum við það að missa meðvitund. Að því loknu var manninum kastað niður af fjögurra metra háum svölum og lenti á hellulagðri gangstétt fyrir utan. Þá réðust tveir mannanna að honum þar sem hann lá meðvitundarlítill á götunni og spörkuðu ítrekað í hann. Fórnarlambið hlaut nefbrot, opið sár á höfði, samfallsbrot á lendarlið, brotnar tennur og aðra áverka víðs vegar um líkamann. Þrír mannanna tóku afstöðu til sakarefnisins við þingfestinguna í gær. Þeir játuðu barsmíðarnar að einhverju marki, en neituðu að hafa beitt borðfótum. Þeir, sem gefið er að sök að hafa tekið manninn kverkataki og kastað honum fram af svölunum, neituðu því staðfastlega. Hinir tóku sér frest til að fara yfir málið með verjendum. Allir mennirnir búa í Vogum og höfðu einhverjir þeirra, þegar árásin varð, átt í illdeilum við fórnarlambið um nokkurt skeið, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hafði hann að þeirra sögn tekið bíl eins þeirra ófrjálsri hendi, auk þess sem kvennamál höfðu valdið sundurlyndi. Einn árásarmannanna fullyrðir að fórnarlambið hafi reynt að kýla sig í samkvæmi fyrr um kvöldið en ekkert liggur því til sönnunar. Enginn mannanna á mikla afbrotasögu að baki. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira