Erlent

Bretar loka sendiráðinu í Bangkok

MYND/AP

Bretar ætla að loka sendiráði sínu í Bangkok í Tælandi á morgun vegna óróans í landinu sem verið hefur undanfarna daga.

Átök lögreglu og stjórnarandstæðinga hafa farið vaxandi og í dag var einn af forvígismönnum mótmælandanna skotinn í höfuðið þegar hann var í blaðaviðtali.

Utanríkisráðuneytið breska hafði áður varað fólk við ferðalögum til Bangkok en nú hefur verið tekin ákvörðun um að loka sendiráðinu alfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×