Gekkst undir höfuðaðgerð og fékk nýja sýn á lífið 8. desember 2010 08:53 Sigrún Linda Karlsdóttir. Sigrún Linda Karlsdóttir listakona sem málar meðal annars myndir af stjörnumerkjunum tólf, sem skoða má á stjörnumerki.is, gekkst undir stóra höfuðaðgerð fyrir tveimur árum. Þá breyttust áherslur hennar og hún gerði sér grein fyrir því hversu fallvalt lífið er. Sigrún Linda fór í höfuðaðgerðina vegna þess að hún var með gat innan í höfuðkúpunni fyrir ofan innra eyra eða eins og það nefnist á ensku: SCDS (Superior Canal Dehiscence Syndrome). „Ég hef haft áhuga á að teikna síðan ég man eftir mér," svarar Sigrún spurð út í listina og heldur áfram: „Ég hef farið á hin ýmsu námskeið í gegnum tíðana eins og vatnslitamálun, módelteikningu, grunnteikningu, olíumálun og svo var ég einn vetur í Emerson collage og nam Rudolf Steiner fræðin í Bretlandi í andlegri heimspeki og listum en núna er ég á myndlistarnámskeiði á netinu hjá Tamara Laporte að læra blandaða tækni í Whimsy stíl." Þegar talið berst að höfuðaðgerðinni sem Sigrún gekkst undir segir hún: „Ég þurfti að gangast undir stóra höfuðaðgerð í Bandaríkjunum 2008 og þegar maður hefur gengið í gegnum þannig lífsreynslu þá fær maður aðra sýn á lífið. Ég gerði mér betur grein fyrir því hversu fallvalt lífið er og að ég vildi fylgja draumum mínum eftir. Minn draumur hefur lengi verið sá að skilja eitthvað fallegt eftir mig sem börnin geta verið stolt af. Kjarninn í mér er listrænn og andlegur og núna er ég loksins að láta drauma mína verða að raunveruleika. Ég vona svo sannarlega að það þurfa ekki allir svona spark til að drífa sig í að láta drauma sína rætast," segir Sigrún. En af hverju málar þú stjörnumerki? „Ég hef alltaf haft áhuga á stjörnumerkjunum. Upphaflega ákvað ég að mála fjögur stjörnumerki, mitt, mannsins míns og barnanna minna. Ég vildi hafa stjörnumerkin litrík, glaðleg og í einföldum stíl. Þetta var ljónið, steingeitin, nautið og tvíburinn. Fyrst rissaði ég og teiknaði út í eitt þar til ég varð ánægð. Eftir að hafa málað stjörnumerkin þá setti ég þau beint í ramma og upp á vegg. Myndirnar fengu strax mikla athyggli frá fjölskyldu og vinum og voru margir sem gáfu í skyn að þeir vildu fá sitt merki í jólagjöf. Eftir að í ljós kom hversu vel fyrstu merkin heppnuðust var ekki aftur snúið og ég byrjaði þá að hanna restina af merkjunum. Og nú á ég öll tólf merkin uppá vegg hjá mér." „Eftir að öll merkin voru komin var auðvelt að hanna út frá þeim. Ég hef verið að hanna barnalega línu fyrir stjörnumerkin og er eiginlega ennþá að því, hanna þau bara jafnóðum og þau eru pöntuð þ.e. ef ég er ekki þegar búin að hanna það merki." „Fólk hefur verið mjög hrifið af barnalegu línunni og sumir vilja hafa texta um eiginleika merkisins á myndinni en aðrir vilja plain mynd. Það fer eftir smekk hvers og eins en mér finnst bæði flott. Mér finnst mjög gaman að vinna myndir eftir pöntun því þá kemur oft eitthvað nýtt inn. Ég fæ eiginlega bara endalausar hugmyndir um stjörnumerkin mig langar að hanna eina línu sem er doldið Pönkuð eða Gothleg." „Undanfarin ár hef ég að mestu einbeitt mér að fjölskyldunni og að stækka hana J stelpurnar mínar eru 5 og 7 ára en strákarnir eru 18 mánaða og 18 ára svo það er mikið fjör og gaman í kringum mig. Þegar litla skottið fer á leikskóla á næsta ári þá ætla ég að hella mér út í stjörnumerkin ef svo má að orði komast og af fullum krafti.„ „Það er svo skrítið að eftir að fjölskyldan varð svona stór og ég hef mun minni tíma fyrir sjálfa mig þá hef ég aldrei náð að teikna og mála eins mikið. Ég nýti tímann til hins ýtrasta og oftast þegar ég geri nýtt stjörnumerki er ég með fullmótaðar hugmyndir í hausnum og get byrjað um leið og ég hef lausa stund. Börnin mín veita mér mikinn innblástur. Við förum oft í fjöruna hérna á Kjalarnesinu og komum heim með steina og spítur sem við málum svo á. Í sumar tók ég þátt í heyrúlluskreytingakeppninni í Kátt í Kjós ásamt eldri dóttur minni og er skemmst frá því að segja að ég varð í fyrsta sæti og er því krýndur Íslandsmeistari í heyrúlluskreytingum 2010," segir Sigrún áður en kvatt er. Myndir af Sigrúnu að mála og við heyrúllulistaverkið hennar má skoða í meðfylgjandi myndasafni. Facebooksíða stjörnumerki.is. Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Sigrún Linda Karlsdóttir listakona sem málar meðal annars myndir af stjörnumerkjunum tólf, sem skoða má á stjörnumerki.is, gekkst undir stóra höfuðaðgerð fyrir tveimur árum. Þá breyttust áherslur hennar og hún gerði sér grein fyrir því hversu fallvalt lífið er. Sigrún Linda fór í höfuðaðgerðina vegna þess að hún var með gat innan í höfuðkúpunni fyrir ofan innra eyra eða eins og það nefnist á ensku: SCDS (Superior Canal Dehiscence Syndrome). „Ég hef haft áhuga á að teikna síðan ég man eftir mér," svarar Sigrún spurð út í listina og heldur áfram: „Ég hef farið á hin ýmsu námskeið í gegnum tíðana eins og vatnslitamálun, módelteikningu, grunnteikningu, olíumálun og svo var ég einn vetur í Emerson collage og nam Rudolf Steiner fræðin í Bretlandi í andlegri heimspeki og listum en núna er ég á myndlistarnámskeiði á netinu hjá Tamara Laporte að læra blandaða tækni í Whimsy stíl." Þegar talið berst að höfuðaðgerðinni sem Sigrún gekkst undir segir hún: „Ég þurfti að gangast undir stóra höfuðaðgerð í Bandaríkjunum 2008 og þegar maður hefur gengið í gegnum þannig lífsreynslu þá fær maður aðra sýn á lífið. Ég gerði mér betur grein fyrir því hversu fallvalt lífið er og að ég vildi fylgja draumum mínum eftir. Minn draumur hefur lengi verið sá að skilja eitthvað fallegt eftir mig sem börnin geta verið stolt af. Kjarninn í mér er listrænn og andlegur og núna er ég loksins að láta drauma mína verða að raunveruleika. Ég vona svo sannarlega að það þurfa ekki allir svona spark til að drífa sig í að láta drauma sína rætast," segir Sigrún. En af hverju málar þú stjörnumerki? „Ég hef alltaf haft áhuga á stjörnumerkjunum. Upphaflega ákvað ég að mála fjögur stjörnumerki, mitt, mannsins míns og barnanna minna. Ég vildi hafa stjörnumerkin litrík, glaðleg og í einföldum stíl. Þetta var ljónið, steingeitin, nautið og tvíburinn. Fyrst rissaði ég og teiknaði út í eitt þar til ég varð ánægð. Eftir að hafa málað stjörnumerkin þá setti ég þau beint í ramma og upp á vegg. Myndirnar fengu strax mikla athyggli frá fjölskyldu og vinum og voru margir sem gáfu í skyn að þeir vildu fá sitt merki í jólagjöf. Eftir að í ljós kom hversu vel fyrstu merkin heppnuðust var ekki aftur snúið og ég byrjaði þá að hanna restina af merkjunum. Og nú á ég öll tólf merkin uppá vegg hjá mér." „Eftir að öll merkin voru komin var auðvelt að hanna út frá þeim. Ég hef verið að hanna barnalega línu fyrir stjörnumerkin og er eiginlega ennþá að því, hanna þau bara jafnóðum og þau eru pöntuð þ.e. ef ég er ekki þegar búin að hanna það merki." „Fólk hefur verið mjög hrifið af barnalegu línunni og sumir vilja hafa texta um eiginleika merkisins á myndinni en aðrir vilja plain mynd. Það fer eftir smekk hvers og eins en mér finnst bæði flott. Mér finnst mjög gaman að vinna myndir eftir pöntun því þá kemur oft eitthvað nýtt inn. Ég fæ eiginlega bara endalausar hugmyndir um stjörnumerkin mig langar að hanna eina línu sem er doldið Pönkuð eða Gothleg." „Undanfarin ár hef ég að mestu einbeitt mér að fjölskyldunni og að stækka hana J stelpurnar mínar eru 5 og 7 ára en strákarnir eru 18 mánaða og 18 ára svo það er mikið fjör og gaman í kringum mig. Þegar litla skottið fer á leikskóla á næsta ári þá ætla ég að hella mér út í stjörnumerkin ef svo má að orði komast og af fullum krafti.„ „Það er svo skrítið að eftir að fjölskyldan varð svona stór og ég hef mun minni tíma fyrir sjálfa mig þá hef ég aldrei náð að teikna og mála eins mikið. Ég nýti tímann til hins ýtrasta og oftast þegar ég geri nýtt stjörnumerki er ég með fullmótaðar hugmyndir í hausnum og get byrjað um leið og ég hef lausa stund. Börnin mín veita mér mikinn innblástur. Við förum oft í fjöruna hérna á Kjalarnesinu og komum heim með steina og spítur sem við málum svo á. Í sumar tók ég þátt í heyrúlluskreytingakeppninni í Kátt í Kjós ásamt eldri dóttur minni og er skemmst frá því að segja að ég varð í fyrsta sæti og er því krýndur Íslandsmeistari í heyrúlluskreytingum 2010," segir Sigrún áður en kvatt er. Myndir af Sigrúnu að mála og við heyrúllulistaverkið hennar má skoða í meðfylgjandi myndasafni. Facebooksíða stjörnumerki.is.
Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira