Enski boltinn

Kasper Schmeichel til Leeds United

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Kasper er farinn til Leeds.
Kasper er farinn til Leeds. GettyImages
Kasper Schmeichel er genginn í raðir Leeds United. Danski markmaðurinn er orðinn 23 ára en hann hélt 24 sinnum hreinu hjá Notts County í ensku 2. deildinni á síðasta tímabili.

Leeds spilar í ensku b-deildinni á næsta tímabili. „Ég ólst upp á Englandi og ég veit að Leeds er einn af stóru klúbbunum í landinu," sagði Kasper.

„Ég átti marga möguleika en Leeds hefur allt. Þetta er stórt félag með marga stuðningsmenn. Ég vona að við komumst upp í úrvalsdeildina á næsta tímabili."

Simon Grayson, stjóri Leeds, er ánægður með kaupin. „Hann hefur mikla hæfileika, er sannur sigurvegari og er staðráðinn í því að hjálpa félaginu á hærri stall," sagði stjórinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×