Innlent

Ekkert rignt á Akureyri í mánuð

Akureyri
Akureyri Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir á heimasíðu sinni að nánast ekkert hafi rignt á Akureyri í nærri mánuð. Hann segir síðustu úrkomu sem hægt er að tala um hafi verið 19. til 20. maí.

Þrátt fyrir þurrkatíðina er allur gróður í miklum blóma á Akureyri, segir Einar.

„Næstu fimm til sex dagana er ekki spáð úrkomu af neinu ráði við innanverðan Eyjafjörð. Áfram verður SV-átt ríkjandi með þurru og mildu veðri. Meðalhitinn á Akureyri um miðjan mánuð er þegar um 1°C yfir meðaltalinu. Aðeins er hægt að tala um að kalt hafi verið fyrstu tvo dagana, en norðannepja af einhverju tagi er oft einkennandi fyrir tíðarfarið norðanlands fram eftir júnímánuði."

Hann segir þennan þurrkakafla ekki þann fyrsta á Akureyri. „...því í janúar og reyndar fyrstu 40 daga ársins var úrkoma sama sem ekki nein og vakti það talsverð eftirtekt. Hins vegar gerði mikla og væna snjókomu síðari hlutann í febrúar og eins í mars. Í apríl og maí var úrkoman einnig eins og við á að búast."

Heimasíða Einars




Fleiri fréttir

Sjá meira


×