Lífið

Löng og kaflaskipt Sálarlög

Ný plata frá Sálinni komin út Jens Hansson er hljómborðs- og saxófónleikari Sálarinnar hans Jóns míns. fréttablaðið/vilhelm
Ný plata frá Sálinni komin út Jens Hansson er hljómborðs- og saxófónleikari Sálarinnar hans Jóns míns. fréttablaðið/vilhelm
Fjórtánda plata Sálarinnar hans Jóns míns, Upp og niður stigann, er komin út. Platan var unnin að töluverðu leyti í samvinnu við Stórsveit Reykjavíkur með Samúel J. Samúelsson í fararbroddi.

„Samúel er algjör ljúflingur og hrikalega klár. Hann sér algjörlega um blásara­útsetningar. Við létum hann algjörlega um það,“ segir Jens Hansson, hljómborðs- og saxófónleikari Sálar­innar. Samúel hefur áður unnið með Sálinni en í þetta sinn voru útsetningarnar stærri en áður enda heil stórsveit með Sálarmönnum í liði. „Þetta er öðruvísi heldur en við höfum verið að gera. Þetta eru mjög löng lög, mikið af köflum og það er svolítill „seventís“-bragur á sumu,“ útskýrir Jens, sem spilaði aðallega á rafsaxófón á plötunni. „Það eru aðrir saxófónleikarar sem spila í Stórsveitinni og ég var ekkert að trufla þá. Þeir sjá um þetta, enda fagmenn á hverju strái.“

Ellefu lög eru á nýju plötunni, níu eftir Guðmund Jónsson og tvö eftir Jens. „Þetta er standard kvótinn,“ segir Jens í léttum dúr.

Þrettánda nóvember blæs Sálin ásamt Stórsveitinni til tónleika í Laugardalshöll í tilefni plötunnar. Dagskrá tónleikanna verður tvískipt. Leikin verða jöfnum höndum lög af plötunni og þekkt lög frá ferli Sálarinnar sem verða skreytt með kraftmiklum lúðrablæstri. - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.