Innlent

Ætla að koma í veg fyrir lekann

Olíulekinn hefur þegar valdið miklum skaða.
Olíulekinn hefur þegar valdið miklum skaða.
Vélmennakafbátar munu fjarlægja loku sem sett var á olíuborholuna í Mexíkó flóa í nótt og því mun olía flæða án fyrirstöðu í flóann næstu tvo daga. Ástæðan er sú að koma á nýrri og betri loku fyrir sem að sama skapi mun hjálpa olíuhreinsunarskipum sem hreinsa linnulaust upp olíuna á svæðinu.

Ef allt gengur samkvæmt áætlun gera yfirvöld ráð fyrir að á mánudaginn muni olíulekinn vera úr sögunni. „Við ættum að ná þessari loku á holuna á næstu dögum. Það er áætlun okkar," segir Kent Wells, sem er háttsettur hjá BP fyrirtækinu sem ber ábyrgð á lekanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×