Tvö flóð í Markarfljóti í nótt 16. apríl 2010 07:03 MYND/Stefán Karlsson Flóð hljóp í Markarfljót upp úr klukkan tvö í nótt og aftur klukkustund síðar, en þau voru bæði minni en flóðið, sem varð um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Annað þeirra virðist þó hafa verið litlu minna en kvöldflóðið. Þegar þess flóðs varð vart, voru margir bæir rýmdir í skyndingu í Fljótshlíðinni og í Landeyjum, en þegar leið á kvöldið fékk fólk að snúa aftur heim, nema til þeirra bæja, sem voru mannlausir í fyrrinótt. Vatn flæddi yfir varnargarð við Þórólfsfell í flóðinu í gærkvöldi, en ekki liggur fyrir hvort einhverjar skemmdir hafa orðið á túnum eða mannvirkjum. Öskufalls varð vart alveg austur á Höfn í Hornafirði í gærkvöldi, en vindur á að snúast til norðurs þannig að þá fer askan að falla í Landeyjum og jafnvel í Vestmannaeyjum. Greining á ösku frá gosinu hefur leitt í ljós að flúorinnihald hennar er hættulegt búpeningi þegar öskulag er orðið meira en einn sentímetri. Vatnshæð er mikil í Markarfljóti, samkvæmt mæli á gömlu brúnni, en að sögn jarðvísindamanna getur það að hluta stafað af miklum framburði, þannig að botninn í fljótinu hafi hækkað. Gosórói er enn mikill í Eyjafjallajökli en skjálftavirkni lítil, eins og verið hefur. Ekki er vitað til þess að hraun sé farið að renna út úr gígnum, og telja vísindamenn það ólíklegt, enn sem komið er. Síðdegis í gær var útlit fyrir að hægt yrði að lagfæra veginn við Markarfljótsbrú þannig að hægt yrði að hleypa nauðsynlegri umferð þar um upp úr hádegi í dag, en ekki liggur fyrir hvort svo verður, í ljósi flóðsins í gærkvöldi. Ef það verður ekki hægt blasir við að bændur austan fljótsins verða að fara að hella niður mjólk, þar sem allir geymar á búunum eru að fyllast og því brýnt að mjólkurbílar tappi af þeim. Fylgst var með framvindu mála úr eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar fram undir klukan tíu í gærkvöldi og björgunarþyrla er til taks við Hótel Rangá. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Flóð hljóp í Markarfljót upp úr klukkan tvö í nótt og aftur klukkustund síðar, en þau voru bæði minni en flóðið, sem varð um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Annað þeirra virðist þó hafa verið litlu minna en kvöldflóðið. Þegar þess flóðs varð vart, voru margir bæir rýmdir í skyndingu í Fljótshlíðinni og í Landeyjum, en þegar leið á kvöldið fékk fólk að snúa aftur heim, nema til þeirra bæja, sem voru mannlausir í fyrrinótt. Vatn flæddi yfir varnargarð við Þórólfsfell í flóðinu í gærkvöldi, en ekki liggur fyrir hvort einhverjar skemmdir hafa orðið á túnum eða mannvirkjum. Öskufalls varð vart alveg austur á Höfn í Hornafirði í gærkvöldi, en vindur á að snúast til norðurs þannig að þá fer askan að falla í Landeyjum og jafnvel í Vestmannaeyjum. Greining á ösku frá gosinu hefur leitt í ljós að flúorinnihald hennar er hættulegt búpeningi þegar öskulag er orðið meira en einn sentímetri. Vatnshæð er mikil í Markarfljóti, samkvæmt mæli á gömlu brúnni, en að sögn jarðvísindamanna getur það að hluta stafað af miklum framburði, þannig að botninn í fljótinu hafi hækkað. Gosórói er enn mikill í Eyjafjallajökli en skjálftavirkni lítil, eins og verið hefur. Ekki er vitað til þess að hraun sé farið að renna út úr gígnum, og telja vísindamenn það ólíklegt, enn sem komið er. Síðdegis í gær var útlit fyrir að hægt yrði að lagfæra veginn við Markarfljótsbrú þannig að hægt yrði að hleypa nauðsynlegri umferð þar um upp úr hádegi í dag, en ekki liggur fyrir hvort svo verður, í ljósi flóðsins í gærkvöldi. Ef það verður ekki hægt blasir við að bændur austan fljótsins verða að fara að hella niður mjólk, þar sem allir geymar á búunum eru að fyllast og því brýnt að mjólkurbílar tappi af þeim. Fylgst var með framvindu mála úr eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar fram undir klukan tíu í gærkvöldi og björgunarþyrla er til taks við Hótel Rangá.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira