Tvö flóð í Markarfljóti í nótt 16. apríl 2010 07:03 MYND/Stefán Karlsson Flóð hljóp í Markarfljót upp úr klukkan tvö í nótt og aftur klukkustund síðar, en þau voru bæði minni en flóðið, sem varð um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Annað þeirra virðist þó hafa verið litlu minna en kvöldflóðið. Þegar þess flóðs varð vart, voru margir bæir rýmdir í skyndingu í Fljótshlíðinni og í Landeyjum, en þegar leið á kvöldið fékk fólk að snúa aftur heim, nema til þeirra bæja, sem voru mannlausir í fyrrinótt. Vatn flæddi yfir varnargarð við Þórólfsfell í flóðinu í gærkvöldi, en ekki liggur fyrir hvort einhverjar skemmdir hafa orðið á túnum eða mannvirkjum. Öskufalls varð vart alveg austur á Höfn í Hornafirði í gærkvöldi, en vindur á að snúast til norðurs þannig að þá fer askan að falla í Landeyjum og jafnvel í Vestmannaeyjum. Greining á ösku frá gosinu hefur leitt í ljós að flúorinnihald hennar er hættulegt búpeningi þegar öskulag er orðið meira en einn sentímetri. Vatnshæð er mikil í Markarfljóti, samkvæmt mæli á gömlu brúnni, en að sögn jarðvísindamanna getur það að hluta stafað af miklum framburði, þannig að botninn í fljótinu hafi hækkað. Gosórói er enn mikill í Eyjafjallajökli en skjálftavirkni lítil, eins og verið hefur. Ekki er vitað til þess að hraun sé farið að renna út úr gígnum, og telja vísindamenn það ólíklegt, enn sem komið er. Síðdegis í gær var útlit fyrir að hægt yrði að lagfæra veginn við Markarfljótsbrú þannig að hægt yrði að hleypa nauðsynlegri umferð þar um upp úr hádegi í dag, en ekki liggur fyrir hvort svo verður, í ljósi flóðsins í gærkvöldi. Ef það verður ekki hægt blasir við að bændur austan fljótsins verða að fara að hella niður mjólk, þar sem allir geymar á búunum eru að fyllast og því brýnt að mjólkurbílar tappi af þeim. Fylgst var með framvindu mála úr eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar fram undir klukan tíu í gærkvöldi og björgunarþyrla er til taks við Hótel Rangá. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Flóð hljóp í Markarfljót upp úr klukkan tvö í nótt og aftur klukkustund síðar, en þau voru bæði minni en flóðið, sem varð um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Annað þeirra virðist þó hafa verið litlu minna en kvöldflóðið. Þegar þess flóðs varð vart, voru margir bæir rýmdir í skyndingu í Fljótshlíðinni og í Landeyjum, en þegar leið á kvöldið fékk fólk að snúa aftur heim, nema til þeirra bæja, sem voru mannlausir í fyrrinótt. Vatn flæddi yfir varnargarð við Þórólfsfell í flóðinu í gærkvöldi, en ekki liggur fyrir hvort einhverjar skemmdir hafa orðið á túnum eða mannvirkjum. Öskufalls varð vart alveg austur á Höfn í Hornafirði í gærkvöldi, en vindur á að snúast til norðurs þannig að þá fer askan að falla í Landeyjum og jafnvel í Vestmannaeyjum. Greining á ösku frá gosinu hefur leitt í ljós að flúorinnihald hennar er hættulegt búpeningi þegar öskulag er orðið meira en einn sentímetri. Vatnshæð er mikil í Markarfljóti, samkvæmt mæli á gömlu brúnni, en að sögn jarðvísindamanna getur það að hluta stafað af miklum framburði, þannig að botninn í fljótinu hafi hækkað. Gosórói er enn mikill í Eyjafjallajökli en skjálftavirkni lítil, eins og verið hefur. Ekki er vitað til þess að hraun sé farið að renna út úr gígnum, og telja vísindamenn það ólíklegt, enn sem komið er. Síðdegis í gær var útlit fyrir að hægt yrði að lagfæra veginn við Markarfljótsbrú þannig að hægt yrði að hleypa nauðsynlegri umferð þar um upp úr hádegi í dag, en ekki liggur fyrir hvort svo verður, í ljósi flóðsins í gærkvöldi. Ef það verður ekki hægt blasir við að bændur austan fljótsins verða að fara að hella niður mjólk, þar sem allir geymar á búunum eru að fyllast og því brýnt að mjólkurbílar tappi af þeim. Fylgst var með framvindu mála úr eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar fram undir klukan tíu í gærkvöldi og björgunarþyrla er til taks við Hótel Rangá.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira