Innlent

Slökkviliðsmenn krefjast kjarabóta - myndir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slökkviliðsmenn segja að launanefnd sveitarfélaga hafi ekki komið að neinu leyti til móts við sig. Slökkviliðsmenn hafa verið með lausa samninga í heilt ár, en þeir krefjast hærri grunnlauna.

Eftir að upp úr samningafundi slökkviliðsmanna og launanefndarinnar slitnaði í dag er ljóst að verkfall slökkviliðsmanna á föstudag er óumflýjanlegt. Það er víst ábyggilega nauðsynlegt að fara með gát þegar verkfallið brestur á því að ekki hægt að kalla út auka slökkviliðsmenn ef stórkostlegur eldur kemur upp.

Myndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis stóð vaktina þegar að slökkviliðsmenn mættu í Borgartúnið í dag þar sem samningafundur var haldinn.




Tengdar fréttir

Slökkviliðsmenn í verkfall á föstudag

„Við hefðum alveg eins getað sleppt þessum fundi. Það var ekkert í gangi“ segir Sverrir Björn Björnsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Það liggur því fyrir að slökkviliðsmenn fara í verkfall á föstudaginn. Fyrsta lota verður átta klukkustunda löng.

Lokatilraun gerð á morgun

Slökkviliðsmenn gera lokatilraun á morgun til þess að afstýra verkfalli sem annars brestur á næsta föstudag. Sverrir Björn Björnsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segist ekki geta sagt til um það hvort hægt verði að afstýra verkfalli. Það fari eftir því hvort viðsemjendur komi með eitthvað útspil á samningafundi klukkan tvö á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×