Innlent

Gosið hefur áhrif á flug

SB skrifar
Gosið séð frá Vestmannaeyjum.
Gosið séð frá Vestmannaeyjum.

Gosið í Eyjafjallajökli mun hafa áhrif á millilandaflug en flug til og frá Íslandi mun þó ekki liggja niðri. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir að miðað við veðurspár mun öskusvæðið ná alla leið til Noregs. Flugleið Icelandair til Noregs muni breytast en flugið ekki falla niður.

Flugmálastjórn er einni, samkvæmt Hjördísi, að skoða það að banna flug yfir gosstöðvarnir í tíu mílna radíus. Egilsstaðarflugvöllur er lokaður og því eru áhrif gossins á innanlandsflug talsverð. Ekki eru gefnar út blindflugsheimildir hjá gossvæðinu.

Miðað við orð Hjördísar er ljóst að gosið í Eyjafjallajökli sé mun stærra í umfangi en Fimmvörðuhálsgosið. Öskufall verði meira.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×