Fótbolti

Robinho rappaði af kæti á Kynningarhátíðinni hjá Santos - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robinho og Pele á kynningarfundinum.
Robinho og Pele á kynningarfundinum. Mynd/AFP
Brasilíumaðurinn Robinho hefur tekið gleði sína að nýju ef marka má myndband á myndbandavefnum Youtube. Robinho sést þar skemmta sér og öðrum með því að rappa þegar hann var kynntur til leiks sem nýr leikmaður Santos.

Manchester City lánaði Robinho til Santos út leiktíðina en Brasilíumaðurinn var áhugalaus og til lítils gagnlegur með enska úrvalsdeildarliðinu síðustu vikur sínar á Englandi. Robinho er því kominn heim til Santos þar sem hann skoraði 46 mörk í 111 leikjum áður en hann fór til Real Madrid árið 2005.

Það er hægt að nálgast myndbandið af rappi Robinho hér en það fer þó ekki miklum sögum af hæfileikum hans á því sviði og ljóst að hann er ennþá miklu betri með boltann á tánum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×