Innlent

Fimm bíla árekstur

Fimm bílar lentu í árekstri á Miklabraut, við akreinina inn á Reykjanesbraut, um klukkan hálf þrjú í dag.

Miklar umferðatafir eru vegna slyssins, að sögn lögreglumanns.

Ekki er talið að áreksturinn sé alvarlegur og sá sjónarvottur ökumenn í sólbaði, að bíða eftir að lögregla kæmi á staðinn.

Samkvæmt síðustu fréttum er lögreglan nú mætt á svæðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×