Innlent

Félagslegar íbúðir á útsölu á Patreksfirði

SB skrifar
Mynd af húsunum á Patreksfirði.
Mynd af húsunum á Patreksfirði. Mynd/Fasteignir.is
Um 40 raðhús eru nú til sölu á Patreksfirði. Fasteignaverðið er með því lægsta sem gerist á landinu en íbúðirnar voru byggðar í félagslega kerfinu. Bæjaryfirvöld ákváðu hins vegar að bjóða eignirnar til sölu.

„Það er bærinn sem átti þessar eignar. Þetta eru íbúðir sem voru byggðar í félagslega kerfinu en eru nú boðnar til sölu," segir Ólafur B. Blöndal fasteignasali sem sér um sölu eignanna. Í auglýsingu um eignirnar kemur fram að fermetraverðið er aðein 40 - 60 þúsund krónur á fermetra. „Þannig að verð á 80 fermetra raðhúsi er kannski um 4,5 eða 5 milljónir," segir Ólafur.

Ólafur segir húsin í ágætis standi og hafi verið haldið vel við. Auglýsingin hafi verið sett á netið í gær og fasteignasalan hafi fengið talsvert af fyrirspurnum. „Það hefur færst í aukana að fólki kaupi sér sumarhús í litlum bæjum úti á landi, svokölluð frístundahús, svo er líka mikið af brottfluttu fólki sem getur hugsað sér að eiga hús í bænum til að búa í yfir sumartímann. Þetta ætti að geta svarað einhverri af þeirri eftirspurn."

Það mætti því segja að það sé fasteignaútsala á Patreksfirði - en Ólafur segist síður vilja orða það sem svo. „Þetta er gott verð og góð fjárfesting," segir hann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×