Innlent

Gígarnir á Fimmvörðuhálsi nefndir Magni og Móði

Gígarnir tveir sem mynduðust í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi hafa fengið nöfn sem sótt eru í Ásatrú.

Stærri gígurinn fékk nafnið Magni en sá minni nafnið Móði og hraunið sem rann frá þeim heitir nú Goðahraun. Þetta var ákveðið í gær þegar menntamálaráherra féllst á tillögu starfshóps undir forystu örnefnanefndar.

Nöfnin vísa til Þórsmerkur og Goðalands, en Magni og Móði voru synir þrumuguðsins Þórs. Í greinargerð starfshópsins segir að löng hefð sé fyrir því að örnefni á þessu svæði vísi til norrænnar heiðni.

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi hófst að kvöldi tuttugasta mars og stóð í þrjár vikur.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×