Innlent

Allir í fríi nema móttökuritarinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sólbrúnn og sætur. Árni Páll Árnason gaf starfsfólki í ráðuneytinu sólarfrí.
Sólbrúnn og sætur. Árni Páll Árnason gaf starfsfólki í ráðuneytinu sólarfrí.
Það er ekki lokað en það var gefið sólarfrí hérna í ráðuneytinu, segir Silja Gunnarsdóttir, móttökuritari í félagsmálaráðuneytinu.

Vegna góðs veðurs ákvað Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, að gefa öllum starfsmönnum ráðuneytisins leyfi. Silja segist hafa tekið að sér að vera viðstödd í ráðuneytinu svo hægt væri að taka á móti símtölum. „Fólk getur hringt inn og það getur líka komið," segir Silja.

Silja segist alveg geta sætt sig við það að vera í ráðuneytinu á meðan allir aðrir eru í fríi. „Já já, ég er hvort sem er að fara í sumarfri," segir Silja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×