Enski boltinn

Ferguson ætlar ekki að eyða miklu í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson á blaðamannafundinum í gær.
Alex Ferguson á blaðamannafundinum í gær. Mynd/AP

Ólíklegt er að Alex Ferguson, stjóri Manchester United, muni kaupa marga leikmenn til félagsins nú í sumar þó svo að honum standi til boða peningar til leikmannakaupa, að sögn David Gill framkvæmdarstjóra félagsins.

En Ferguson er ánægður með leikmannahópinn eins og hann lítur út í dag. Nú þegar er ljóst að tveir nýir leikmenn koma til liðs við félagið í hópinn í sumar en það eru sóknarmaðurinn Javier Hernandez sem var keyptur frá Guadalajara í Mexíkó og Chris Smalling, varnarmaður Fulham.

„Það er mjög erfitt [að kaupa leikmenn] eins og markaðurinn er í dag. Mér finnst gott jafnvægi í leikmannahópnum hvað aldur og fjölda varðar og við erum með marga góða unga leikmenn," sagði Ferguson á blaðamannafundi í New York í gær. Hann og Gill sátu þar fyrir svörum þar sem United mun fara í æfingaferð til Bandaríkjanna síðar í sumar.

„Það gæti verið að við myndum fá einn leikmann til viðbótar en það er erfitt að fullyrða nokkuð um það. Við erum enn að meta hvaða kostir standa okkur til boða."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×