Margslunginn Lewis 9. desember 2010 15:00 Barnabækur C.S. Lewis um ævintýraheim Narníu eru ákaflega umdeildar. Sumir halda því fram að þær séu hreinasta trúboð og trúarinnræting en aðrir telja Lewis hafa verið innblásinn af stjörnufræði miðalda. Þriðja myndin í Narníu-flokknum, Sigling Dagfara, verður frumsýnd um helgina. Nordic Photos/Getty Sennilega hafa engar barnabækur verið jafn umdeildar og Narníu-bækurnar. Fræðimenn hafa rifist um duldar merkingar þeirra, falin skilaboð og hvað í ósköpunum höfundurinn C.S Lewis var að reyna að segja. Þriðja myndin í Narníu-flokknum, Voyage of the Dawn Treader eða Sigling Dagfara, verður frumsýnd um helgina. Hinar myndirnar tvær hafa hlotið fína aðsókn þótt aðdáendur bókanna og gagnrýnendur hafi skipst í tvö ólík horn. Narníu-myndunum hefur ekki tekist að feta í fótspor ótrúlegra vinsælda Hringadrottins-þríleiksins en það að Hollywood skuli ætla að klára að kvikmynda bækurnar sjö gefur til kynna að peningamaskínan sé nokkuð sátt. Narníu-bókaflokkurinn er eftir C.S. Lewis, guðfræðing og góðvin J.R.R. Tolkien, höfund Hringadrottins-bálksins. Um kristilegar tilvísanir í bókum Tolkiens hefur mikið verið fjallað um og á næsta ári mun holskefla greina og frétta um bálkinn dynja á lesendum enda verða þá tíu ár liðin frá því að fyrsta myndin var frumsýnd. Bækurnar þrjár hafa þó fyrst og fremst verið sögð hörð ádeila á hvers konar stríðsrekstur sem Tolkien kynntist af eigin raun í fyrri heimsstyrjöldinni. Kristilegur boðskapur bóka C.S. Lewis fer hins vegar ekki fram hjá neinum. Og enginn hefur reynt að fela hann. Síðasta Narníu-myndin, Kaspían konungsson, fékk meira að segja skammir fyrir að vera hreint og beint trúboð. Og framleiðendur myndanna hafa viðurkennt í viðtölum að þeir vildu nýta sér „trúarlegan meðbyr“ píslargöngu Krists sem Mel Gibson leikstýrði 2005. Í bréfasafni Lewis hafa síðan fundist beinharðar sannanir fyrir því að ljónið Aslan sé Kristsgervingur, áðurnefndur Kaspían boðberi nýrra tíma sem eigi að endurreisa hinna sönnu trú og apinn, sem birtist í lokaorrustunni, sé sjálfur antíkristur. Það væri aftur á móti einföldun að kalla Narníu-bókaflokkinn kristna allegoríu (táknsögu), því Lewis blandar saman kristinni trú og menningu við gríska og rómverska en ekkert síður írska og breska. Og þær tvær síðastnefndu koma töluvert við sögu í Siglingu Dagfara. Kenningarnar um hvaðan hugmyndin að Narníu sé komin eru ótal margar en árið 2008 varpaði fræðimaðurinn og presturinn Michael Ward fram þeirri kenningu að Narníu-bækurnar væri innblásnar af miðaldakenningum í stjörnufræði. Að bækurnar sjö fjölluðu um eiginleika stjarnanna sjö sem mynduðu himinhvolfið; tunglið, sólina, Merkúr, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Bókinni var vel tekið í fræðimannasamfélaginu í Bretlandi, meðal annars í Oxford og BBC gerði heimildarmynd um kenningu klerksins. Samkvæmt kenningu Wards var bókin Kaspían konungsson saga um Mars, plánetu orrustu og hermanna en Sigling Dagfara fjallaði um sólina með öllum sínum björtu litum. Ward benti á, máli sínu til stuðnings, að Lewis hefði verið einn fremsti fræðimaður háskólans í Oxford á sviði miðaldafræða og sérlegur áhugamaður um stjörnufræði þess tíma. Hvað sem öllum fræðimönnum liður, kenningum þeirra og hugmyndum um Narníu þá verður Sigling Dagfara frumsýnd um helgina. Og næsta mynd, Silfurstóllinn, er væntanleg í kvikmyndahús strax á næsta ári. Aðdáendur Narníu hafa því svo sannarlega til einhvers að hlakka. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Sennilega hafa engar barnabækur verið jafn umdeildar og Narníu-bækurnar. Fræðimenn hafa rifist um duldar merkingar þeirra, falin skilaboð og hvað í ósköpunum höfundurinn C.S Lewis var að reyna að segja. Þriðja myndin í Narníu-flokknum, Voyage of the Dawn Treader eða Sigling Dagfara, verður frumsýnd um helgina. Hinar myndirnar tvær hafa hlotið fína aðsókn þótt aðdáendur bókanna og gagnrýnendur hafi skipst í tvö ólík horn. Narníu-myndunum hefur ekki tekist að feta í fótspor ótrúlegra vinsælda Hringadrottins-þríleiksins en það að Hollywood skuli ætla að klára að kvikmynda bækurnar sjö gefur til kynna að peningamaskínan sé nokkuð sátt. Narníu-bókaflokkurinn er eftir C.S. Lewis, guðfræðing og góðvin J.R.R. Tolkien, höfund Hringadrottins-bálksins. Um kristilegar tilvísanir í bókum Tolkiens hefur mikið verið fjallað um og á næsta ári mun holskefla greina og frétta um bálkinn dynja á lesendum enda verða þá tíu ár liðin frá því að fyrsta myndin var frumsýnd. Bækurnar þrjár hafa þó fyrst og fremst verið sögð hörð ádeila á hvers konar stríðsrekstur sem Tolkien kynntist af eigin raun í fyrri heimsstyrjöldinni. Kristilegur boðskapur bóka C.S. Lewis fer hins vegar ekki fram hjá neinum. Og enginn hefur reynt að fela hann. Síðasta Narníu-myndin, Kaspían konungsson, fékk meira að segja skammir fyrir að vera hreint og beint trúboð. Og framleiðendur myndanna hafa viðurkennt í viðtölum að þeir vildu nýta sér „trúarlegan meðbyr“ píslargöngu Krists sem Mel Gibson leikstýrði 2005. Í bréfasafni Lewis hafa síðan fundist beinharðar sannanir fyrir því að ljónið Aslan sé Kristsgervingur, áðurnefndur Kaspían boðberi nýrra tíma sem eigi að endurreisa hinna sönnu trú og apinn, sem birtist í lokaorrustunni, sé sjálfur antíkristur. Það væri aftur á móti einföldun að kalla Narníu-bókaflokkinn kristna allegoríu (táknsögu), því Lewis blandar saman kristinni trú og menningu við gríska og rómverska en ekkert síður írska og breska. Og þær tvær síðastnefndu koma töluvert við sögu í Siglingu Dagfara. Kenningarnar um hvaðan hugmyndin að Narníu sé komin eru ótal margar en árið 2008 varpaði fræðimaðurinn og presturinn Michael Ward fram þeirri kenningu að Narníu-bækurnar væri innblásnar af miðaldakenningum í stjörnufræði. Að bækurnar sjö fjölluðu um eiginleika stjarnanna sjö sem mynduðu himinhvolfið; tunglið, sólina, Merkúr, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Bókinni var vel tekið í fræðimannasamfélaginu í Bretlandi, meðal annars í Oxford og BBC gerði heimildarmynd um kenningu klerksins. Samkvæmt kenningu Wards var bókin Kaspían konungsson saga um Mars, plánetu orrustu og hermanna en Sigling Dagfara fjallaði um sólina með öllum sínum björtu litum. Ward benti á, máli sínu til stuðnings, að Lewis hefði verið einn fremsti fræðimaður háskólans í Oxford á sviði miðaldafræða og sérlegur áhugamaður um stjörnufræði þess tíma. Hvað sem öllum fræðimönnum liður, kenningum þeirra og hugmyndum um Narníu þá verður Sigling Dagfara frumsýnd um helgina. Og næsta mynd, Silfurstóllinn, er væntanleg í kvikmyndahús strax á næsta ári. Aðdáendur Narníu hafa því svo sannarlega til einhvers að hlakka. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira