Innlent

Heiða Kristín ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra

Heiða Kristín. Faðir hennar, Helgi Pétursson, sat á sínum tíma í borgarstjórn fyrir R-listann.
Heiða Kristín. Faðir hennar, Helgi Pétursson, sat á sínum tíma í borgarstjórn fyrir R-listann.
Heiða Kristín Helgadóttir hefur verið ráðin í stöðu aðstoðarmanns Jóns Gnarr borgarstjóra.

Heiða Kristín er 27 ára gömul og er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún gegndi síðast starfi sem almannatengill við Vitvélastofnun Íslands. Áður starfaði hún sem alþjóðafulltrúi á Alþjóðaskrifstofu Háskólans í Reykjavík, sem markaðsstjóri Jafningjafræðslunnar og leiðbeinandi auk þess kenndi hún heimilisfræði í Ísaksskóla um tíma. Hún hefur tekið að sér fjölmörg trúnaðar- og félagsstörf og sinnt þeim af krafti, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Heiða Kristín var kosningastjóri Besta flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2010.

Heiða Kristín er einhleyp og á tvo drengi, þá Benedikt Espólín og Snorra Espólín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×