Innlent

Óvíst um samningsstöðu Íslands í Icesave málinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Þór segir óvíst hvaða áhrif ESA álitið muni hafa á samningsstöðu Íslands. Mynd/ Valli.
Árni Þór segir óvíst hvaða áhrif ESA álitið muni hafa á samningsstöðu Íslands. Mynd/ Valli.
Það er ekki gott að segja hvaða áhrif bráðabirgðaálit ESA hefur á samningsstöðu Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave málinu, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.

„Stjórnvöld hafa tvo mánuði til að fara yfir þetta og svara því þannig að ég býst við að þetta verði bara áframhaldandi málarekstur fyrir ESA," segir Árni Þór. Hann segir að Íslendingar muni halda áfram að rökstyðja sinn málstað. Hann sé sá að með því að innleiða innstæðu tryggingaskipunina hafi Íslendingar gert allt sem þeir áttu að gera. „ESA er sem sagt ósammála því," segir Árni Þór. Hann segir að Íslendingar ættu þó alls ekki að fara að draga einhverjar ályktanir um það að þeir séu með tapað mál í höndunum.

„Ef það verður ágreiningur uppi við ESA þegar að á hólminn er komið - þegar þeir eru búnir að gefa út sitt endanlega álit - að þá er alltaf sú staða möguleg að fara með málið fyrir EFTA dómstólinn," segir Árni Þór. Það yrði þá sjálfstæð ákvörðun sem íslensk stjórnvöld yrðu væntanlega að taka ef þau myndu vilja láta reyna á það. „Það yrði væntanlega allt undir, ekki bara þessi skuldbinding gagnvart Bretum og Hollendingum heldur neyðarlögin í heild sinni," segir Árni Þór.


Tengdar fréttir

Íslandi ber að greiða Icesave

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag áminningarbréf til Íslands. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé skuldbundið til að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar til breskra og hollenskra sparifjáreigenda. Tilskipun þessi er hluti afAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.