Innlent

Ómar Ragnarsson tók lagið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ómar Ragnarsson tók lagið þegar að hann tók á móti 12, 6 milljóna króna peningagjöf úr fjársöfnun sem efnt var til í tilefni af sjötugsafmæli hans. Hann fékk féð afhent í Café Flóru í Grasagarðinum í Laugardal í dag. Það var Friðrik Weishappell sem efndi til söfnunarinnar eftir að hann las um að Ómar væri klyfjaður skuldum vegna baráttu sinnar fyrir náttúruvernd. Söfnunin fór að mestu fram á samskiptasíðunni Facebook.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×