Enski boltinn

Keane óttast ekki að verða rekinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Roy Keane, stjóri Ipswich Town, segir ekkert vera hæft í þeim sögusögnum að félagið sé við það að reka hann sem knattspyrnustjóra félagsins.

Árangur félagsins undir stjórin Keane hefur ekki verið sá sem stefnt var að og talið er að farið sé að hitna undir Íranum skapstóra.

Sjálfur óttast Keane ekki neitt frekar en fyrri daginn.

„Mér finnst ég ekki vera undir neinni pressu og ég tek svo sannarlega ekkert mark á því sem stendur í blöðunum. Ég les þau aldrei," sagði Keane ákveðinn.

„Ef þið haldið að ég óttist um starf mitt þá hafið þið rangt fyrir ykkur. Ef ég missi starfið þá er það bara þannig. Við erum að reyna að ná stöðugleika fyrir lok tímabilsins sem er nauðsynlegt svo félagið geti farið að stefna rétta leið."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×