Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir vissulega líkur á því að gos hefjist í Kötlu í kjölfarið á gosinu í Eyjafjallajökli en ekkert sé hægt að fullyrða í þeim efnum.
„Það er vissulega þannig að það eru vissar líkur á að Katla komi í kjölfarið en það þarf alls ekki að vera. Mínir samstarfsfélagar eru ekki sérstaklega uppteknir af þessum möguleika," segir Magnús Tumi.
Ef að gos hefst í Kötlu yrði mikill munur á því og gosinu í Eyjafjallajökli, að sögn Magnúsar Tuma og þá einkum varðandi jökulhlaup.

