Innlent

Icelandair fellir niður flug og breytir áætlun

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Icelandair hefur ákveðið að fella niður flug til Kaupmannahafnar á morgun, mánudag en hefur sett þess í stað upp aukaflug til Osló þar sem veittar hafa verið flugheimildir. Jafnframt hefur flug til Helskinki verið fellt niður, en þess í stað sett upp aukaflug til Tampere í Finnlandi þar sem opið er fyrir flug, en auk þess verður flogið til Stokkhólms á morgun. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flugfélaginu.

Af þessum sökum hafa þeir farþegar sem eiga bókað flug með Icelandair til Kaupmannahafnar á morgun verið bókaðir í aukaflugið til Osló og farþegar sem eiga bókað flug til Helsinki verið bókaðir á flugið til Tampere.

Sérstök athygli er vakin á því að breytingar geta orðið með stuttum fyrirvara, og eru farþegar hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum, komu- og brottfarartímum á textavarpi og vefmiðlum og upplýsingum á icelandair.is áður en farið er til Keflavíkurflugvallar.

Icelandair hafði áður aflýst flugi á morgun til London, Frankfurt, Parísar og Manchester/Glasgow. Flug til og frá Bandaríkjunum verður samkvæmt áætlun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×