Innlent

Þjóðskrá Íslands tekur til starfa

Alþingi samþykkti í gær lög um sameiningu Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands og taka þau gildi 1. júlí næstkomandi. Hin nýja stofnun ber heitið Þjóðskrá Íslands og tekur við verkefnum áðurnefndra stofnana.

Þjóðskrá Íslands mun skrá ýmsar upplýsingar um íbúa landsins, til dæmis nöfn manna, lögheimili, hjúskaparstöðu, ríkisfang, fæðingarstað o.fl. Hún skráir einnig fasteignir í landinu og matsfjárhæðir þeirra.

Veitt verður þjónusta sem tengist þessum upplýsingum, svo sem útgáfa vottorða, vegabréfa og nafnskírteina, rafrænn aðgangur að þjóðskrá, fasteignaskrá og veðbandayfirlitum fasteigna. Þá verða gefnar reglulega út upplýsingar um fasteignamarkaðinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×