Elizabeth Hurley fær að kenna á eigin bragði 20. desember 2010 06:00 Liz Hurley virðist hafa veðjað á rangan hest því nýr ástmaður hennar, Shane Warner, getur víst ekki látið aðrar konur í friði og skiptir þá engu máli hvort þær séu giftar eður ei. Nordic Photos/Getty Varla er liðin vika síðan fjölmiðlar greindu frá því að breska ofurfyrirsætan og leikkonan Elizabeth Hurley og indverski athafnamaðurinn Arun Nayar væru skilin. Einkalíf Liz er aftur komið á forsíður bresku blaðanna. Fyrirsætan Liz Hurley skildi við indverska athafnamanninn fyrir þremur mánuðum samkvæmt breskum blöðum en Indverjinn kom þó af fjöllum þegar hann sá myndir af eiginkonu sinni í innilegum atlotum á forsíðum bresku blaðanna. Sá sem Liz hafði fallið fyrir og verið að hitta heitir Shane Warner og er áströlsk krikket-hetja. Fjölmiðlar greindu síðan frá því að Hugh Grant, gamall elskhugi Liz, hefði heimsótt hana á heimili leikkonunnar og huggað hana í hálftíma og héldu þá allir að allt væri fallið í ljúfa löð, Liz myndi halla sér upp að Shane og þau myndu lifa hamingjusöm til æviloka. Shane þessi er hins vegar ekki allur sem hann er séður. Því hann er einn alræmdasti kvennabósi Ástralíu fyrr og síðar og fengi raunar marga þekkta kvennabósa til að roðna ef afrek hans á kvennaförum yrðu tíunduð. Talið er að Shane hafi sængað hjá yfir þúsund konum og hann hélt ítrekað framhjá eiginkonu sinni til fjölda ára, Simone Callahan. Breska blaðið The Mirror bætti síðan gráu ofan á svart í gær þegar það birti viðtal við Denis nokkurn Angeleri, mikilsvirtan lögfræðing í Melbourne. Því á meðan Shane hvíslaði ljúfum ástarorðum í eyru Liz Hurley reyndi hann að fá eiginkonu þessa Denis, hina lögulegu Adele, til lags við sig með ákaflega klúrum og klámfengnum sms-skilaboðum. Denis segir farir sínar ekki sléttar í viðtali við The Mirror. Konan hans sé ekki látin í friði af hinum ágenga Shane og hann hafi því neyðst til að grípa í taumana eftir að hafa rekist á skilaboðin fyrir algera tilviljun. Hann hafi rætt við Shane Warner, auglitis til auglitis, og niðurstaða fundarins hafi átt að vera ósköp einföld: „Þú lætur konu mína í friði.“ Víst er að frásögn Mirror af hegðun Shane, sem sendi Adele yfir hundrað smáskilaboð eftir að hafa séð hana útá götu, mun ekki fara vel ofaní Liz og að mati The Mirror verður þess ekki langt að bíða að Liz sparki honum. Ónafngreindur vinur hennar lætur þó hafa eftir sér í viðtali við The Mirror að Hurley hafi vonast eftir því að hún gæti hugsanleg tamið Warner, nú skilji hún hins vegar að slíkt sé ógerningur. Fyrirsætan gæti hugsanlega leitað aftur til Arun Nayar sem er, samkvæmt indverskum fjölmiðlum, í sárum og skilji lítið af hverju Liz hafi losað sig við hann. Elizabeth Hurley er eflaust bara sama sinnis.-freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
Varla er liðin vika síðan fjölmiðlar greindu frá því að breska ofurfyrirsætan og leikkonan Elizabeth Hurley og indverski athafnamaðurinn Arun Nayar væru skilin. Einkalíf Liz er aftur komið á forsíður bresku blaðanna. Fyrirsætan Liz Hurley skildi við indverska athafnamanninn fyrir þremur mánuðum samkvæmt breskum blöðum en Indverjinn kom þó af fjöllum þegar hann sá myndir af eiginkonu sinni í innilegum atlotum á forsíðum bresku blaðanna. Sá sem Liz hafði fallið fyrir og verið að hitta heitir Shane Warner og er áströlsk krikket-hetja. Fjölmiðlar greindu síðan frá því að Hugh Grant, gamall elskhugi Liz, hefði heimsótt hana á heimili leikkonunnar og huggað hana í hálftíma og héldu þá allir að allt væri fallið í ljúfa löð, Liz myndi halla sér upp að Shane og þau myndu lifa hamingjusöm til æviloka. Shane þessi er hins vegar ekki allur sem hann er séður. Því hann er einn alræmdasti kvennabósi Ástralíu fyrr og síðar og fengi raunar marga þekkta kvennabósa til að roðna ef afrek hans á kvennaförum yrðu tíunduð. Talið er að Shane hafi sængað hjá yfir þúsund konum og hann hélt ítrekað framhjá eiginkonu sinni til fjölda ára, Simone Callahan. Breska blaðið The Mirror bætti síðan gráu ofan á svart í gær þegar það birti viðtal við Denis nokkurn Angeleri, mikilsvirtan lögfræðing í Melbourne. Því á meðan Shane hvíslaði ljúfum ástarorðum í eyru Liz Hurley reyndi hann að fá eiginkonu þessa Denis, hina lögulegu Adele, til lags við sig með ákaflega klúrum og klámfengnum sms-skilaboðum. Denis segir farir sínar ekki sléttar í viðtali við The Mirror. Konan hans sé ekki látin í friði af hinum ágenga Shane og hann hafi því neyðst til að grípa í taumana eftir að hafa rekist á skilaboðin fyrir algera tilviljun. Hann hafi rætt við Shane Warner, auglitis til auglitis, og niðurstaða fundarins hafi átt að vera ósköp einföld: „Þú lætur konu mína í friði.“ Víst er að frásögn Mirror af hegðun Shane, sem sendi Adele yfir hundrað smáskilaboð eftir að hafa séð hana útá götu, mun ekki fara vel ofaní Liz og að mati The Mirror verður þess ekki langt að bíða að Liz sparki honum. Ónafngreindur vinur hennar lætur þó hafa eftir sér í viðtali við The Mirror að Hurley hafi vonast eftir því að hún gæti hugsanleg tamið Warner, nú skilji hún hins vegar að slíkt sé ógerningur. Fyrirsætan gæti hugsanlega leitað aftur til Arun Nayar sem er, samkvæmt indverskum fjölmiðlum, í sárum og skilji lítið af hverju Liz hafi losað sig við hann. Elizabeth Hurley er eflaust bara sama sinnis.-freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira