Innlent

Orkuverðið verður verðtryggt

Hafsteinn Hauksson skrifar

Tenging orkuverðs við álverð er afnumin í nýjum samningum um orkusölu til álversins í Straumsvík, en orkuverð verður verðtryggt í staðinn. Forstjóri Landsvirkjunar segir nýju samningana skila fyrirtækinu verulegum tekjuauka miðað við álverð í dag.

Landsvirkjun og Alcan tilkynntu í dag um nýjan samning um orkusölu til álversins í Straumsvík. Samningurinn er tvíþættur, en annarsvegar er endursamið um verð á núverandi orkusölu til áversins og hins vegar um afhendingu viðbótarorku vegna áætlaðrar framleiðsluaukningar.

Raforkuverð til álversins hefur hingað til verið tengt við álverð, en sú tenging er afnumin með nýju samningunum. Nýja raforkuverðið tekur gildi 1. október og er í Bandaríkjadölum, verðtryggt miðað við bandaríska neysluvísitölu. Samningurinn gildir til 2036, sem er framlenging gömlu samninganna um tólf ár.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir nýju samningana áhættuminni fyrir fyrirtækið.

Hörður segir viðræður við erlenda banka nú standa yfir um fjármögnun Búðarhálsvirkjunar, sem kemur til með að mæta aukinni orkusölu. Hann gerir ráð fyrir að verkið verði boðið út í heild og auglýsing birtist nú um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×