Morfís-dómari óvinsæll hjá MH-ingum 27. febrúar 2010 03:30 Dómur Brynjars í Morfís-keppni FG og MH var umdeildur en hann hefur verið úthrópaður sem svindlari á spjallborðum. Brynjar vísar því alfarið á bug. fréttablaðið/vilhelm Morfís-dómarinn Brynjar Birgisson fær væntanlega ekki boðskort á næstu árshátíð Menntaskólans við Hamrahlíð en hann hefur verið úthrópaður sem svindlari á spjallsíðum menntaskólanema vegna morfís-keppni MH og FG á miðvikudaginn. Brynjar dæmdi FG sigur í þeirri viðureign en hinir dómararnir tveir dæmdu MH í vil. „Það varð allt brjálað þegar ég las upp dóminn og einn meðlimur MH kastaði borðinu sínu af sviðinu og hljóp að mér með krepptan hnefann en hætti við. Hann hefur reyndar beðið mig afsökunar á því,“ segir Brynjar í samtali við Fréttablaðið. Brynjar hefur verið sakaður um að hygla FG og hafa einhverjir nefnt til sögunnar að hann sé vinur eins liðsmanna FG á My Space. Brynjar vísar þessu alfarið á bug og segir MH-inga raunar ekki hafa neitt efni á því að tala um hagsmunatengsl. „Dóri DNA var Morfís-þjálfarinn minn á sínum tíma í FB og þetta er því miklu meira í hina áttina,“ segir Brynjar og bætir við að honum skiljist að MH hafi beðið um hann sem dómara. Brynjar segist þó ekki hafa orðið fyrir neinum hótunum en hann hafi fylgst grannt með gangi mála á spjallsíðum netsins. Morfís-keppnin hefur því óvænt haft áhrif á sjónvarpsviðureign FB og FSU í Gettu betur því Brynjar er þjálfari fyrrnefnda liðsins. „Þetta hefur truflað undirbúninginn að einhverju leyti en sem betur fer erum við tveir að þjálfa þannig að við náðum að halda undirbúningnum í réttum farvegi,“ segir Brynjar. „Ég sá ekki fyrir að þetta gæti farið svona.“ - fgg Morfís Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Joe Cocker látinn Lífið Eistnaflug í Neskaupstað Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Sjá meira
Morfís-dómarinn Brynjar Birgisson fær væntanlega ekki boðskort á næstu árshátíð Menntaskólans við Hamrahlíð en hann hefur verið úthrópaður sem svindlari á spjallsíðum menntaskólanema vegna morfís-keppni MH og FG á miðvikudaginn. Brynjar dæmdi FG sigur í þeirri viðureign en hinir dómararnir tveir dæmdu MH í vil. „Það varð allt brjálað þegar ég las upp dóminn og einn meðlimur MH kastaði borðinu sínu af sviðinu og hljóp að mér með krepptan hnefann en hætti við. Hann hefur reyndar beðið mig afsökunar á því,“ segir Brynjar í samtali við Fréttablaðið. Brynjar hefur verið sakaður um að hygla FG og hafa einhverjir nefnt til sögunnar að hann sé vinur eins liðsmanna FG á My Space. Brynjar vísar þessu alfarið á bug og segir MH-inga raunar ekki hafa neitt efni á því að tala um hagsmunatengsl. „Dóri DNA var Morfís-þjálfarinn minn á sínum tíma í FB og þetta er því miklu meira í hina áttina,“ segir Brynjar og bætir við að honum skiljist að MH hafi beðið um hann sem dómara. Brynjar segist þó ekki hafa orðið fyrir neinum hótunum en hann hafi fylgst grannt með gangi mála á spjallsíðum netsins. Morfís-keppnin hefur því óvænt haft áhrif á sjónvarpsviðureign FB og FSU í Gettu betur því Brynjar er þjálfari fyrrnefnda liðsins. „Þetta hefur truflað undirbúninginn að einhverju leyti en sem betur fer erum við tveir að þjálfa þannig að við náðum að halda undirbúningnum í réttum farvegi,“ segir Brynjar. „Ég sá ekki fyrir að þetta gæti farið svona.“ - fgg
Morfís Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Joe Cocker látinn Lífið Eistnaflug í Neskaupstað Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Sjá meira